„Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en þrátt fyrir það á ég von á opnum og skemmtilegum leik,“ sagði Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leik Vals og ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins.
Eyjamenn komust 1-0 yfir í leik liðanna fyrir mánuði síðan en þurftu að horfa á eftir stigunum til Valsmanna.
„Við fengum færi til að skora fleiri mörk í þeim leik en ég tel að grasvöllurinn hérna í Laugardalnum gæti hentað okkur betur en gervigrasið á Valsvellinum.“
ÍBV fór erfiða leik í úrslitin en Eyjamenn slógu út Breiðablik og Stjörnuna á útivelli og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á FH á heimavelli.
„Við erum með gott lið sem getur unnið hvern sem er, það vantar hinsvegar meiri stöðugleika í liðið okkar. Við erum með nógu sterkan leikmannahóp til þess að vera ofar í deildinni.“
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark ÍBV í 1-0 sigri á Víking Ólafsvík í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar en hann er að komast af stað á ný.
„Við fengum færi til að skora fleiri mörk í þeim leik en þetta mark dugði okkur til. Við náum vonandi að nýta færin okkar betur á Laugardalsvelli og að taka bikarinn til Eyja.“
