Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun