Enn á kafi í litunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:30 Aðalsteinn málar mikið yfir sumarið, þá er birtan svo góð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira