Tæknistjórinn Smári McCarthy mun leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Prófkjöri flokksins í kjördæminu lauk nú á miðnætti. Smári leiddi flokkinn einnig í kjördæminu í kosningunum árið 2013.
Annað sæti skipar Oktavía Hrund Jónsdóttir, sem síðast starfaði sem ráðgjafi hjá Freedom of the Press Foundation. Þórólfur Júlían Dagsson, sjómaður, er í þriðja sæti og Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, er í fjórða sæti.
Þetta er annar framboðslisti Pírata en áður hafði farið fram prófkjör í Norðausturkjördæmi. Prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lýkur á morgun.
Hér má sjá listann í heild sinni með þeim fyrirvara að endanlegur listi verður kynntur þegar kjördæmisráð hefur farið yfir röðun í samráði við frambjóðendur.
Smári McCarthy fer fyrir Pírötum í Suðurkjördæmi
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
