Allsnægtaþjóðfélagið skammtar hungurlús! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Mikil viðbrögð voru við síðustu grein minni um kjör aldraðra. Margir eldri borgarar hringdu til mín og þökkuðu mér fyrir greinina. En jafnframt gerðu þeir mér grein fyrir kjörum sínum. Þau eru mjög slæm, miklu verri en ég hafði gert mér grein fyrir. Þó hef ég um margra ára skeið fylgst með kjörum eldri borgara sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Það er stór hópur eldri borgara sem á erfitt með að draga fram lífið. Þessi hópur verður að velta fyrir sér hverri krónu og verður að neita sér um mjög margt. Dæmi eru um það, að sumir þessara eldri borgara eigi ekki fyrir mat. Þetta er hneyksli. Og þetta láta stjórnvöld viðgangast. Þau hreyfa hvorki legg né lið. Yppta aðeins öxlum.Þarf byltingu? Það er ljóst að það verður að stokka algerlega upp í kjaramálum aldraðra og öryrkja. Það duga engar skottulækningar. Það verður að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja, þannig að það verði unnt að lifa með reisn á lífeyri almannatrygginga. En það er langur vegur frá því, að það sé unnt í dag. Við búum í allsnægtaþjóðfélagi.Laun fólks eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón á mánuði. Algengt er að fjölskyldur séu með tvo bíla. Farið er í eina til tvær skemmtiferðir til útlanda á ári. Mikil aðsókn er að dýrum tónleikum og leikhúsferðum. Eyðslan er í hámarki eins og fyrir bankahrunið. En á sama tíma og þetta gerist er verið að skammta eldri borgurum og öryrkjum 200 þúsund krónur á mánuði til þess að lifa af, þeim sem treysta á almannatryggingar. Og þeir sem hafa lágan lífeyrissjóð hafa litlu meira; sumir 250 þúsund á mánuði og einstaka 300 þúsund. Getum við boðið okkar eldri borgurum og öryrkjum þessi kjör?Blettur á íslensku samfélagi Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru blettur á íslensku samfélagi. Við verðum að þvo þennan blett af. Við verðum að gerbreyta kjörum aldraðra og öryrkja; stórbæta þau. Kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera það góð að við getum verið stolt af því hvernig við búum að öldruðum og öryrkjum. Þessi málaflokkur á að vera í forgangi hjá okkur en ekki að mæta afgangi eins og gerist í dag. Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru miklu verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandi. Við verðum að breyta þessu og það þolir enga bið. Það verður að breyta þessu strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mikil viðbrögð voru við síðustu grein minni um kjör aldraðra. Margir eldri borgarar hringdu til mín og þökkuðu mér fyrir greinina. En jafnframt gerðu þeir mér grein fyrir kjörum sínum. Þau eru mjög slæm, miklu verri en ég hafði gert mér grein fyrir. Þó hef ég um margra ára skeið fylgst með kjörum eldri borgara sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Það er stór hópur eldri borgara sem á erfitt með að draga fram lífið. Þessi hópur verður að velta fyrir sér hverri krónu og verður að neita sér um mjög margt. Dæmi eru um það, að sumir þessara eldri borgara eigi ekki fyrir mat. Þetta er hneyksli. Og þetta láta stjórnvöld viðgangast. Þau hreyfa hvorki legg né lið. Yppta aðeins öxlum.Þarf byltingu? Það er ljóst að það verður að stokka algerlega upp í kjaramálum aldraðra og öryrkja. Það duga engar skottulækningar. Það verður að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja, þannig að það verði unnt að lifa með reisn á lífeyri almannatrygginga. En það er langur vegur frá því, að það sé unnt í dag. Við búum í allsnægtaþjóðfélagi.Laun fólks eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón á mánuði. Algengt er að fjölskyldur séu með tvo bíla. Farið er í eina til tvær skemmtiferðir til útlanda á ári. Mikil aðsókn er að dýrum tónleikum og leikhúsferðum. Eyðslan er í hámarki eins og fyrir bankahrunið. En á sama tíma og þetta gerist er verið að skammta eldri borgurum og öryrkjum 200 þúsund krónur á mánuði til þess að lifa af, þeim sem treysta á almannatryggingar. Og þeir sem hafa lágan lífeyrissjóð hafa litlu meira; sumir 250 þúsund á mánuði og einstaka 300 þúsund. Getum við boðið okkar eldri borgurum og öryrkjum þessi kjör?Blettur á íslensku samfélagi Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru blettur á íslensku samfélagi. Við verðum að þvo þennan blett af. Við verðum að gerbreyta kjörum aldraðra og öryrkja; stórbæta þau. Kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera það góð að við getum verið stolt af því hvernig við búum að öldruðum og öryrkjum. Þessi málaflokkur á að vera í forgangi hjá okkur en ekki að mæta afgangi eins og gerist í dag. Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru miklu verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandi. Við verðum að breyta þessu og það þolir enga bið. Það verður að breyta þessu strax.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar