Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 17:01 Páll Magnússon hefur stýrt Sprengisandi undanfarnar vikur en hverfur nú af braut. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14