Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 17:01 Páll Magnússon hefur stýrt Sprengisandi undanfarnar vikur en hverfur nú af braut. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14