Hrafnhildur: Verst er að ég þarf að borða svo oft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir í Ríó. vísir/anton brink Íslenska sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fær ekki mikinn tíma til að ná úr sér þremur sundum í 100 metra bringusundinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Úrslitasundið var aðfaranótt þriðjudagsins og hún keppir strax aftur í dag. Hrafnhildur varð í 100 metra bringusundinu fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig í hverju sundi en þetta var í þriðja sinn sem hún synti sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum og endaði síðan á því að tryggja sér sjötta sætið í úrslitunum.Vorkenndi heimsmethafanum „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmethafa það er líka alltaf frábært,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. Hún varð í sjöunda sæti í sundinu og var hágrátandi á eftir. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana. Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var heldur ekki góður tími og ég hefði viljað fara á miklu betri tíma,“ segir Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð,“ segir Hrafnhildur. Óvenjulegur keppnistímiÚrslitasundið fór ekki fram fyrr en mjög seint um kvöldið sem er mjög óvenjulegt fyrir sundfólkið. Verið er að stilla sundið inn á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum þar sem áhuginn er mjög mikill. „Við erum komin í rútínu. Ég reyndi samt að sofa svolítið út í morgun en svo verður maður bara að leggja sig á milli,“ segir Hrafnhildur um fyrirkomulagið á mánudaginn þegar hún synti úrslitasund rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið að staðartíma í Ríó. „Það er líka það að þegar maður er vakandi svona lengi þá þarf maður að borða svo oft og eitthvað svona,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Við náum að jafna okkur á þessu og það þýðir ekkert annað ef við viljum synda vel,“ segir Hrafnhildur.Lærði mikið af þessu sundi Undanrásirnar í 200 metra bringusundinu eru strax í dag og hún syndir síðan í undanúrslitunum í nótt takist henni að tryggja sig þangað inn. „Ég fæ bara einn dag til þess að hvíla mig en ég þarf að fara að stilla mig inn á hraðann í 200 metra sundinu og synda það,“ segir Hrafnhildur og hún er ekkert hætt þrátt fyrir frábæran árangur í fyrstu grein. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð,“ sagði Hrafnhildur. „Þó að ég sé ekki með hraðann þá er ég með þessi löngu tök held ég enn þá. Ég held að ég eigi eftir að standa mig nokkuð vel í 200 eða ég vona það allavega. Maður veit aldrei hvað hinar sundkonurnar gera eða hvernig þær standa sig. Ég ætla að reyna mitt besta og reyna að komast eins langt og ég get,“ segir Hrafnhildur að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00 Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00 Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00 Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04 Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Íslenska sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fær ekki mikinn tíma til að ná úr sér þremur sundum í 100 metra bringusundinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Úrslitasundið var aðfaranótt þriðjudagsins og hún keppir strax aftur í dag. Hrafnhildur varð í 100 metra bringusundinu fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig í hverju sundi en þetta var í þriðja sinn sem hún synti sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum og endaði síðan á því að tryggja sér sjötta sætið í úrslitunum.Vorkenndi heimsmethafanum „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmethafa það er líka alltaf frábært,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. Hún varð í sjöunda sæti í sundinu og var hágrátandi á eftir. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana. Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var heldur ekki góður tími og ég hefði viljað fara á miklu betri tíma,“ segir Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð,“ segir Hrafnhildur. Óvenjulegur keppnistímiÚrslitasundið fór ekki fram fyrr en mjög seint um kvöldið sem er mjög óvenjulegt fyrir sundfólkið. Verið er að stilla sundið inn á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum þar sem áhuginn er mjög mikill. „Við erum komin í rútínu. Ég reyndi samt að sofa svolítið út í morgun en svo verður maður bara að leggja sig á milli,“ segir Hrafnhildur um fyrirkomulagið á mánudaginn þegar hún synti úrslitasund rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið að staðartíma í Ríó. „Það er líka það að þegar maður er vakandi svona lengi þá þarf maður að borða svo oft og eitthvað svona,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Við náum að jafna okkur á þessu og það þýðir ekkert annað ef við viljum synda vel,“ segir Hrafnhildur.Lærði mikið af þessu sundi Undanrásirnar í 200 metra bringusundinu eru strax í dag og hún syndir síðan í undanúrslitunum í nótt takist henni að tryggja sig þangað inn. „Ég fæ bara einn dag til þess að hvíla mig en ég þarf að fara að stilla mig inn á hraðann í 200 metra sundinu og synda það,“ segir Hrafnhildur og hún er ekkert hætt þrátt fyrir frábæran árangur í fyrstu grein. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð,“ sagði Hrafnhildur. „Þó að ég sé ekki með hraðann þá er ég með þessi löngu tök held ég enn þá. Ég held að ég eigi eftir að standa mig nokkuð vel í 200 eða ég vona það allavega. Maður veit aldrei hvað hinar sundkonurnar gera eða hvernig þær standa sig. Ég ætla að reyna mitt besta og reyna að komast eins langt og ég get,“ segir Hrafnhildur að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00 Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00 Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00 Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04 Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Hrafnhildur Lúthersdóttir er himinlifandi yfir að hafa alla þjálfarana með sér í Ríó. Hún nýtti sér góð ráð og hélt áfram að skrifa íslensku sundsöguna. Í nótt varð hún fyrsta íslenska konan til þess að synda til úrslita á 9. ágúst 2016 06:00
Það er hægt að vinna án þess að svindla Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova. 9. ágúst 2016 10:00
Jacky Pellerin um Hrafnhildi: Sjáðu, hún er þreytt en brosandi Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi var ánægður með Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. 9. ágúst 2016 03:13
Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00
Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Sumarólympíuleikarnir fara nú í fyrsta sinn fram í Suður-Ameríku og aðeins í þriðja sinn á suðurhveli jarðar. Íslenskt íþróttafólk upplifði stór tímamót á fyrstu tvennum Ólympíuleikunum á suðurhveli jarðar og freistar þess a 9. ágúst 2016 08:00
Átti Hrafnhildur í raun að vera fimmta en ekki sjötta? Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á ÓL í Ríó í nótt en á undan henni var sundkona sem engin skilur af hverju fékk að keppa á Ólympíuleikunum í ár. 9. ágúst 2016 03:04
Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. 9. ágúst 2016 02:49