Huginn vann ótrúlega mikilvægan sigur á Leikni F., 4-2, og fékk því þrjú gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni í Inkasso-deildinni.
Á sama tíma tapaði Fjarðarbyggð, 3-1, fyrir Þór. Huginn er eftir sigurinn kominn með 19 stig og fer liðið upp fyrir Fjarðarbyggð sem er sem fyrr með 17 stig og fer liðið því í fallsæti.
Leiknir F. er með 12 stig í neðsta sætinu og er liðið svo gott sem fallið niður í 2. deildina. Þórsarar eru komnir í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir sigurinn í dag.
HK og KA eigast síðan við í Kórnum í dag.
Huginn vann og komst upp fyrir Fjarðarbyggð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti

Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn