Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. ágúst 2016 13:05 Nico Rosberg var fljótastur í dag í fjarrveru Lewis Hamilton. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. Rosberg náði í sinn sjötta ráspol á tímabilinu. Verstappen er sá yngsti til að ræsa á fremstu ráslínu. Verstappen mun ræsa á mýkri dekkjum en ökumennirnir í kringum hann. Keppnin verður afar spennandi á morgun. Í fyrstu lotunni var augljóst að Lewis Hamilton ætlaði ekki að setja of mikið álag á nýju vélina sína. Hann ók einungis þannig að hann þyrfti ekki að fara til dómaranna og óska heimildar til að keppa. Reglan er sú að ef ökumaður tekur ekki þátt eða þá að brautartíminn hans er meira en 107% af hraðasta tímanum þá þarf ökumaðurinn að fá keppnisleyfi hjá dómurum keppninnar. Sjá einnig: Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Í fyrstu lotunni duttu út: Hamilton á Mercedes, Fernando Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Manor, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Sauber ökumennirnir. Á meðan var Felipe Massa á Williams fljótastur í lotunni rétt á undan Ferrari mönnum.Max Verstappen á Red Bull er yngsti ökumaðurinn til að ræsa af fremstu ráslínu.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu út: Carlos Sainz á Toro Rosso og Pascal Wehrlein á Manor ásamt Haas og Renault ökumönnunum. Rosberg var fljótastur í lotunni, Verstappen varð annar. Ofurmjúku dekkin ollu vandræðum, það var afar heitt og dekkin dugðu varla heilan hring. Ökumenn tóku því afar rólega úthringi og reyndu að nýta allt sem dekkin áttu að gefa. Síðasta lotan var aldrei í hættu hjá Rosberg. Baráttan var á milli Red Bull og Ferrari um hver kæmist á fremstu röð með Rosberg. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. Rosberg náði í sinn sjötta ráspol á tímabilinu. Verstappen er sá yngsti til að ræsa á fremstu ráslínu. Verstappen mun ræsa á mýkri dekkjum en ökumennirnir í kringum hann. Keppnin verður afar spennandi á morgun. Í fyrstu lotunni var augljóst að Lewis Hamilton ætlaði ekki að setja of mikið álag á nýju vélina sína. Hann ók einungis þannig að hann þyrfti ekki að fara til dómaranna og óska heimildar til að keppa. Reglan er sú að ef ökumaður tekur ekki þátt eða þá að brautartíminn hans er meira en 107% af hraðasta tímanum þá þarf ökumaðurinn að fá keppnisleyfi hjá dómurum keppninnar. Sjá einnig: Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Í fyrstu lotunni duttu út: Hamilton á Mercedes, Fernando Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Manor, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Sauber ökumennirnir. Á meðan var Felipe Massa á Williams fljótastur í lotunni rétt á undan Ferrari mönnum.Max Verstappen á Red Bull er yngsti ökumaðurinn til að ræsa af fremstu ráslínu.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu út: Carlos Sainz á Toro Rosso og Pascal Wehrlein á Manor ásamt Haas og Renault ökumönnunum. Rosberg var fljótastur í lotunni, Verstappen varð annar. Ofurmjúku dekkin ollu vandræðum, það var afar heitt og dekkin dugðu varla heilan hring. Ökumenn tóku því afar rólega úthringi og reyndu að nýta allt sem dekkin áttu að gefa. Síðasta lotan var aldrei í hættu hjá Rosberg. Baráttan var á milli Red Bull og Ferrari um hver kæmist á fremstu röð með Rosberg.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30
Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30
Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00