Fótbolti

Ronaldo ætlar að vera hjá Real Madrid til 41 árs aldurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari.
Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari. vísir/getty
Portúgalinn Cristiano Ronaldo ætlar sér að vera næstu tíu árin hjá spænska félaginu Real Madrid en þá verður hann orðinn 41 árs.

Á fimmtudaginn var Ronaldo valinn besti leikmaður UEFA eftir frammistöðu sína á síðasta tímabili en hann var bæði í sigurliði Meistaradeildar Evrópu og á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Hann sagði eftir verðlaunaafhendingu að árið 2016 hefði verið ógleymanlegt fyrir hann persónulega.

„Þetta var ótrúlegt tímabili, bæði fyrir félagið mitt og þjóð mína,“ sagði Ronaldo í viðtali eftir að hafa tekið á móti verðlaununum.

„Ég er hjá besta félagsliðið í heiminum í dag og vill enda minn feril þar. Ég ætla mér að vera þar þangað til ég verð 41 árs, eins og ég hef sagt oft áður. Markmiðið mitt er að framlengja samning minn við Real Madrid og vera áfram á Spáni.“

Ronaldo hefur skorað 364 mörk í 348 leikjum fyrir Real Madrid frá árinu 2009 þegar hann kom til liðsins frá Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×