„Um leið og við þökkum framúrskarandi umsækjendum um embætti sóknarprests fyrir einlægan áhuga og hlýja viðkynningu, þá tilkynni ég fyrir hönd kjörnefndar að sr. Davíð Þór Jónsson hefur verið kjörinn sóknarprestur.
Megi Guðs blessun fylgja honum og okkur öllum hér eftir sem hingað til,“ segir í færslunni.
Alls sóttu þrír um stöðuna en auk Davíðs voru umsækjendur þau Inga Harðardóttir og séra Stefán Már Gunnlaugsson.
