Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2016 14:04 Sigurður Ingi var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ári. Vísir/GVA Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar. Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar.
Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira