Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Gissur Sigurðsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 11:35 Hlið á garðinum var rifið upp og því fleygt á jörðina. Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina. Pokemon Go Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina.
Pokemon Go Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira