Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Stjarnan 3-2 | FH með pálmann í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2016 21:15 FH er komið með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir risastóran sigur á Stjörnunni í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum og sigurmarkið var að öllum líkindum sjálfsmark hjá Stjörnunni þó svo við skráum það á Kassim í bili.Af hverju vann FH? Þetta var afar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Í aðdraganda marka FH voru heimamenn með yfirhöndina en Stjörnumenn gerðu afar vel í að vinna sig alltaf inn í leikinn að nýju og jafna. Bæði lið spiluðu fínan fótbolta á köflum en seiglan í FH-ingum skilaði sigri hér í kvöld. Mörkin sem þeir skoruðu fara kannski ekki í sögubækurnar fyrir glæsilegheit en mörkin telja jafnt, hvort sem þau eru falleg eður ei. Það sem einkenndi þennan leik var það að bæði lið gáfu eftir í hvert sinn sem þau skoruðu og þannig komst hitt liðið aftur inn í leikinn að nýju. Stjörnumenn sóttu grimmt í leikslok og voru ekki langt frá því að jafna en að lokum skildi sigurmark Kassim Doumbia liðin að. Jafntefli hefði þó ef til vill verið sanngjarnasta niðurstaðan.Hvað gekk vel?Sóknarleikur beggja liða var ágætur og bæði lið fengu töluverðan fjölda færa. Bestu kaflar leiksins litu ljós eftir að liðin fengu á sig mark og sýndu bæði lið mikinn karakter með þvi hvernig þau brugðust við mörkunum. Þá verður að minnast á Hólmbert Friðjónsson sem var afar sprækur í framlínu Stjörnunnar og skoraði tvö góð mörk, sérstaklega það síðara sem kom eftir stórglæsilega sendingu Brynjars Gauta Guðjónssonar. Verður fróðlegt að sjá hvort að Hólmbert komist nú á markabrautina að nýju en takist Stjörnumönnum að virkja hann gætu þeir sótt að FH-ingu misstígi þeir sig.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var ef til vill ekki sá besti. Mörkin sem þrjú sem Stjarnan fékk á sig voru klaufaleg, sérstaklega sigurmarkið en þar virtist Heiðar Ægisson hreinsa boltann í Doumbia og þaðan fór boltinn í netið. Síðari mörk FH-inga komu eftir hornspyrnu þar sem Doumbia var aðgangsharður og hljóta Stjörnumenn að vera svekktir með varnarleikinn í dag.Hvað gerist næst?FH-ingar tylla sér í afar þægilefa stöðu í efsta sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á sína helsti keppinauta, þar á meðal Stjörnuna sem hefði, með sigri, getað minnkað muninn í eitt stig. Erfitt verður því fyrir önnur lið eftir leik kvöldsins að ætla sér að velta ríkjandi Íslandsmeisturum úr sessi.Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirRúnar Páll: FH er með þetta í hendi sérRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var vonsvikinn í leikslok eftir 3-2 tap gegn FH í kvöld. FH kom sér í afar þægilega stöðu þegar aðeins sex leikir eru eftir en sjö stigum munar nú á Íslandsmeisturunum og næstu liðum. „Þetta er mjög erfitt og FH-ingar eru nú með þetta í hendi sér. Við erum búnir að missa FH ansi langt framúr okkur og nú þurfum við að stóla á aðra en okkar sjálfa. Það er aldrei gott,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. FH-ingar komust yfir í tvígang en Stjörnumenn klóruðu í bakkann allt þar til að Kassim Doumbia skoraði sigurmark leiksins. Rúnar Páll var sáttur við karakterinn í Stjörnuliðinu. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við komum mjög sterkir inn í seinni hálfleik og náum að jafna sem er mjög sterkt. Við erum með yfirhöndina þegar þeir skora sigurmarkið en það telur ekki mikið,“ segir Rúnar Páll sem var ekki sáttur við mörkin sem Stjarnan fékk á sig í kvöld, þar af tvö úr föstum leikatriðum. „Þetta eru eins mörk, við náum ekki að hreinsa boltinn lekur í markið. Þetta eru óþarfa mörk sem við fáum á okkur. Við erum búnir að fara mjög vel í gegnum þetta á æfingasvæðinu og það er ekki gott að fá á sig svona mörk.“ FH-ingar eru líkt og áður sagði komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og segir Rúnar Páll að sitt lið muni halda áfram að berjast um titilinn allt til loka þrátt fyrir forskot FH-inga. „Við þurfum að halda áfram núna og tökum bara einn leik í einu. Það er Breiðablik næst og hörð samkeppni í kringum okkur og þennan þétta pakka við topp deildarinnar.“Heimir Guðjónsson þjálfari FH.Heimir: Ekkert í húsi meðan svona mikið er eftirHeimir Guðjónsson var kampakátur með sína menn í FH eftir frækinn sigur á Stjörnunni í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn þýðir að Íslandsmeistararnir eru komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins sex leikir eru eftir. Heimir segir þó ekkert öruggt þegar svo mikið er eftir af deildinni. „Það er langur vegur eftir. Sex erfiðir leikir og meðan að það eru átján stig í pottinum er ekkert í húsi,“ segir Heimir sem var þó afar ánægður með að næla í stigin þrjú í kvöld. „Þetta var góður og mikilvægur sigur. Við vorum góðir á leiknum á löngum köflum og Allir fótbolti sem spilaður í þessum leik var spilaður af hálfu FH. Stjarnan var bara í löngum boltum og reyna að vinna seinni boltann. Þetta var verðskuldað,“ segir Heimir. Þrátt fyrir að FH hafi skorað þrjú mörk verður seint sagt að mörkin hafi verið þau glæsilegustu en þau kömu öll eftir klaufagang í vörn Stjörnunnar. Heimi er þó alveg sama um það og segir sóknarleik liðsins hafa hafa verið í góðu lagi í kvöld. „Það skiptir mig engu máli hvernig mörkin eru. Við höfum verið í vandræðum með sóknarleikinn í sumar en við spiluðum mjög vel í kvöld. Við ætlum að halda því áfram,“ segir Heimir sem telur að sitt lið hafi sýnt mikinn karakter með því að næla í sigurinn eftir að Stjarnan náði í tvígang að jafna og bætir við að nú skipti öllu máli að að sigla titlinum heim, annað árið í röð. „Við viljum vera á toppnum en það þýðir ekkert að hugsa of mikið um það. Við tökum bara einn leik í einu núna.“Atli Viðar fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
FH er komið með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir risastóran sigur á Stjörnunni í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum og sigurmarkið var að öllum líkindum sjálfsmark hjá Stjörnunni þó svo við skráum það á Kassim í bili.Af hverju vann FH? Þetta var afar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Í aðdraganda marka FH voru heimamenn með yfirhöndina en Stjörnumenn gerðu afar vel í að vinna sig alltaf inn í leikinn að nýju og jafna. Bæði lið spiluðu fínan fótbolta á köflum en seiglan í FH-ingum skilaði sigri hér í kvöld. Mörkin sem þeir skoruðu fara kannski ekki í sögubækurnar fyrir glæsilegheit en mörkin telja jafnt, hvort sem þau eru falleg eður ei. Það sem einkenndi þennan leik var það að bæði lið gáfu eftir í hvert sinn sem þau skoruðu og þannig komst hitt liðið aftur inn í leikinn að nýju. Stjörnumenn sóttu grimmt í leikslok og voru ekki langt frá því að jafna en að lokum skildi sigurmark Kassim Doumbia liðin að. Jafntefli hefði þó ef til vill verið sanngjarnasta niðurstaðan.Hvað gekk vel?Sóknarleikur beggja liða var ágætur og bæði lið fengu töluverðan fjölda færa. Bestu kaflar leiksins litu ljós eftir að liðin fengu á sig mark og sýndu bæði lið mikinn karakter með þvi hvernig þau brugðust við mörkunum. Þá verður að minnast á Hólmbert Friðjónsson sem var afar sprækur í framlínu Stjörnunnar og skoraði tvö góð mörk, sérstaklega það síðara sem kom eftir stórglæsilega sendingu Brynjars Gauta Guðjónssonar. Verður fróðlegt að sjá hvort að Hólmbert komist nú á markabrautina að nýju en takist Stjörnumönnum að virkja hann gætu þeir sótt að FH-ingu misstígi þeir sig.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var ef til vill ekki sá besti. Mörkin sem þrjú sem Stjarnan fékk á sig voru klaufaleg, sérstaklega sigurmarkið en þar virtist Heiðar Ægisson hreinsa boltann í Doumbia og þaðan fór boltinn í netið. Síðari mörk FH-inga komu eftir hornspyrnu þar sem Doumbia var aðgangsharður og hljóta Stjörnumenn að vera svekktir með varnarleikinn í dag.Hvað gerist næst?FH-ingar tylla sér í afar þægilefa stöðu í efsta sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á sína helsti keppinauta, þar á meðal Stjörnuna sem hefði, með sigri, getað minnkað muninn í eitt stig. Erfitt verður því fyrir önnur lið eftir leik kvöldsins að ætla sér að velta ríkjandi Íslandsmeisturum úr sessi.Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirRúnar Páll: FH er með þetta í hendi sérRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var vonsvikinn í leikslok eftir 3-2 tap gegn FH í kvöld. FH kom sér í afar þægilega stöðu þegar aðeins sex leikir eru eftir en sjö stigum munar nú á Íslandsmeisturunum og næstu liðum. „Þetta er mjög erfitt og FH-ingar eru nú með þetta í hendi sér. Við erum búnir að missa FH ansi langt framúr okkur og nú þurfum við að stóla á aðra en okkar sjálfa. Það er aldrei gott,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. FH-ingar komust yfir í tvígang en Stjörnumenn klóruðu í bakkann allt þar til að Kassim Doumbia skoraði sigurmark leiksins. Rúnar Páll var sáttur við karakterinn í Stjörnuliðinu. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við komum mjög sterkir inn í seinni hálfleik og náum að jafna sem er mjög sterkt. Við erum með yfirhöndina þegar þeir skora sigurmarkið en það telur ekki mikið,“ segir Rúnar Páll sem var ekki sáttur við mörkin sem Stjarnan fékk á sig í kvöld, þar af tvö úr föstum leikatriðum. „Þetta eru eins mörk, við náum ekki að hreinsa boltinn lekur í markið. Þetta eru óþarfa mörk sem við fáum á okkur. Við erum búnir að fara mjög vel í gegnum þetta á æfingasvæðinu og það er ekki gott að fá á sig svona mörk.“ FH-ingar eru líkt og áður sagði komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og segir Rúnar Páll að sitt lið muni halda áfram að berjast um titilinn allt til loka þrátt fyrir forskot FH-inga. „Við þurfum að halda áfram núna og tökum bara einn leik í einu. Það er Breiðablik næst og hörð samkeppni í kringum okkur og þennan þétta pakka við topp deildarinnar.“Heimir Guðjónsson þjálfari FH.Heimir: Ekkert í húsi meðan svona mikið er eftirHeimir Guðjónsson var kampakátur með sína menn í FH eftir frækinn sigur á Stjörnunni í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn þýðir að Íslandsmeistararnir eru komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins sex leikir eru eftir. Heimir segir þó ekkert öruggt þegar svo mikið er eftir af deildinni. „Það er langur vegur eftir. Sex erfiðir leikir og meðan að það eru átján stig í pottinum er ekkert í húsi,“ segir Heimir sem var þó afar ánægður með að næla í stigin þrjú í kvöld. „Þetta var góður og mikilvægur sigur. Við vorum góðir á leiknum á löngum köflum og Allir fótbolti sem spilaður í þessum leik var spilaður af hálfu FH. Stjarnan var bara í löngum boltum og reyna að vinna seinni boltann. Þetta var verðskuldað,“ segir Heimir. Þrátt fyrir að FH hafi skorað þrjú mörk verður seint sagt að mörkin hafi verið þau glæsilegustu en þau kömu öll eftir klaufagang í vörn Stjörnunnar. Heimi er þó alveg sama um það og segir sóknarleik liðsins hafa hafa verið í góðu lagi í kvöld. „Það skiptir mig engu máli hvernig mörkin eru. Við höfum verið í vandræðum með sóknarleikinn í sumar en við spiluðum mjög vel í kvöld. Við ætlum að halda því áfram,“ segir Heimir sem telur að sitt lið hafi sýnt mikinn karakter með því að næla í sigurinn eftir að Stjarnan náði í tvígang að jafna og bætir við að nú skipti öllu máli að að sigla titlinum heim, annað árið í röð. „Við viljum vera á toppnum en það þýðir ekkert að hugsa of mikið um það. Við tökum bara einn leik í einu núna.“Atli Viðar fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/Stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira