Höfnum Illugafrumvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun