Ómögulegt að gulusótt komi til Íslands án moskítóflugna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Kongómaður fær bólusetningu við gulusótt í Kisenso-hverfi Kinshasa, höfuðborgar Austur-Kongó. Save the Children fara nú af stað með bólusetningarherferð í borginni en óttast er að sjúkdómurinn verði heimsfaraldur. Nordicphotos/AFP „Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira