António Guterres líklegastur til að taka við af Ban Ki-moon Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 09:00 António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira