

Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja.
Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim.
Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila.
Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.
Með skýrri sýn til framtíðar
Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt.
Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.
Það er hagur okkar allra.
Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar