Körfubolti

Sigur á Írum í fyrri leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig.
Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fimm stiga sigur, 60-65, á Írlandi í fyrri vináttulandsleik liðanna í Dublin í kvöld.

Íslenska liðið var undir lengi vel og fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 54-49, Írlandi í vil.

Fjórði leikhlutinn var hins vegar eign Íslands. Stelpurnar skelltu í lás í vörninni og Írar skoruðu aðeins sex stig. Á meðan skoraði Ísland 16 stig og tryggði sér fimm stiga sigur, 60-65.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig, 11 fráköst og fjórar stoðsendingar.

Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig og nýliðinn Sylvía Rún Hálfdanardóttir skilaði níu stigum og sjö fráköstum. Hinn nýliðinn í íslenska hópnum, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, tók fimm fráköst, öll í 4. leikhluta.

Liðin mætast aftur á morgun.

Tölfræði Íslands:

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17 stig - 11 fráköst (2 sókn) - 4 stoðsendingar

Gunnhildur Gunnarsdóttir 16 stig - 2 fráköst (1 sókn) - 4 stoðsendingar

Ingunn Embla Kristínardóttir 10 stig - 4 fráköst (1 sókn) - 1 stoðsending

Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9 stig - 7 fráköst (6 sókn)

Sandra Lind Þrastardóttir 4 stig - 6 fráköst (3 sókn)

Auður Íris Ólafsdóttir 3 stig - 3 fráköst (0 sókn) - 4 stoðsendingar

Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 stig - 6 fráköst (2 sókn) - 3 stoðsendingar

Berglind Gunnarsdóttir 2 stig - 3 fráköst (1 sókn) - 3 stoðsendingar

Bergþóra Tómasdóttir 1 stig - 1 frákast

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 0 stig - 5 fráköst (0 sókn)

Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0 stig - 1 frákast (1 sókn)

Ingibjörg Jakobsdóttir 0 stig - 2 fráköst (1 sókn) - 4 stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×