Skytta Valsmanna nef- og kinnbeinsbrotin eftir fólskulega árás við b5 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2016 13:00 b5 í Bankastræti er líklega vinsælasti skemmtistaður landsins hjá fólki á þrítugsaldri. Myndin er frá því í vetur. Vísir/KTD Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic. Olís-deild karla Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic.
Olís-deild karla Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira