Áfram, hærra með múmínálfum Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2016 20:00 Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40 Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu.
Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun