Áfram, hærra með múmínálfum Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2016 20:00 Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40 Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu.
Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar