Jafnaðarflokkur í 100 ár Gunnar Ólafsson skrifar 8. september 2016 07:00 Í ár fögnum við jafnaðarmenn 100 ára sögu stjórnmálahreyfingar okkar á Íslandi. Í mars 1916 var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur Alþýðusambandsins og sókn jafnaðarmanna að betri lífskjörum, mannréttindum og frelsi var hafin. Á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldar bjó Alþýðuflokkurinn við óréttláta kosninga- og kjördæmaskipan. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1934 fengu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur nánast jafn mörg atkvæði en Framsókn fékk 15 þingmenn kjörna en Alþýðuflokkurinn 10. Alþýðuflokkurinn gekk á móti ríkjandi skipulagi sem lagði áherslu á betri lífskjör, húsnæði, tryggari stöðu á vinnumarkaði, jafnan atkvæðisrétt og félagslegar tryggingar. Flokkurinn náði hægt og bítandi fram sínum baráttumálum, t.d. Vökulögunum árið1921 sem tryggðu sjómönnum sex tíma lágmarkshvíld á sólarhring. Fleiri sigrar fylgdu í kjölfarið eins og lög um verkamannabústaði, löggjöf um alþýðutryggingar (m.a. atvinnuleysistryggingar) árið 1936 og lög um stéttarfélög árið 1938. Upp úr 1940 skildi leiðir Alþýðuflokks og Alþýðusambands Íslands og jafnaðarmenn klofnuðu í tvo flokka, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokkurinn átti fram að þessum tíma sæti í ríkisstjórnum, m.a. stjórn hinna vinnandi stétta frá 1934-1938 sem var fyrsta umbótastjórnin og kom mörgum þarfaverkum í framkvæmd. Frá fjórða áratug fram að Viðreisn snerust stjórnmál mikið um sjávarútveg, millifærslu- og haftakerfi sem og utanríkismál sem því miður skiptu jafnaðarmönnum í tvo aðskilda flokka í afstöðu þeirra til Atlantshafsbandalagsins og dvalar varnarliðsins á Íslandi. Árið 1959 tók við svo kölluð viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem fram að því höfðu verið andstæðingar í stjórnmálum. Þetta ríkisstjórnarsamstarf var farsælt og er sú stjórn einna þekktust fyrir að afnema að stórum hluta víðtækt haftakerfi sem hafði ríkt fram til ársins 1960. Aðild Alþýðuflokksins að þeirri ríkisstjórn tryggði einhverja mestu húsnæðisbyltingu í sögu þjóðarinnar í samstarfi við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur þegar gert var stórátak í að útrýma braggahverfum með uppbyggingu á m.a. á heilu íbúðahverfi í Breiðholti. Alltaf var grunnstef jafnaðarmanna um húsnæði leiðarljós í starfi Alþýðuflokksins. Frá lokum Viðreisnar fram til ársins 2000 dreifðust kraftar jafnaðarmanna á fleiri flokka en Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalag sem var arftaki Sósíalistaflokksins. Til að mynda komu fram á sjónarsviðið flokkar eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki sem síðar varð hluti af Samfylkingu. Nýtt stjórnmálaafl, Kvennalistinn, kom fram á níunda áratugnum, og lagði áherslur á mál tengd auknum rétti kvenna, t.d. launajafnrétti kynjanna og aukið aðgengi barna að leikskóla.Þáttaskil Árið 2000 urðu þáttaskil í sögu jafnaðarmanna á Íslandi þegar nýr stjórnmálaflokkur varð til, Samfylking með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalistans. Jafnaðarmenn sameinuðust um jöfn tækifæri, betri lífskjör, úrbætur í húsnæðismálum, aukin félagsleg rétttindi, eitt samfélag fyrir alla og nánari tengsl við Evrópu. Allar þessar hugsjónir hafa verið baráttumál jafnaðarmanna í gegnum tíðina, þó svo Evrópuhugsjónin sé tiltölulega nýleg í 100 ára sögu hreyfingarinnar. Jafnaðarmannahreyfing sem byggir á glæsilegri arfleið baráttufólks fyrir 100 árum getur horft stolt fram á veginn, stolt af sínum verkum, baráttuglöð fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Þeirri baráttu lýkur aldrei og ómetanlegt að á hverjum tíma sé kröftugt og duglegt fólk tilbúið að berjast fyrir þessum réttindum. Ég verð alltaf hrærður þegar ég les um sögu jafnaðarmanna og hve mikið fólk hefur lagt á sig í gegnum tíðina fyrir þessa hugsjón. Þess vegna er ég sannfærður um að Samfylkingin mun dafna og þroskast og halda áfram að gera Ísland að betra samfélagi, öllum til góða. Að þessu sögðu, óska ég öllum jafnaðarmönnum til hamingju með 100 ára afmæli jafnaðarmannahreyfingar á Íslandi. Sækjum til sigurs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við jafnaðarmenn 100 ára sögu stjórnmálahreyfingar okkar á Íslandi. Í mars 1916 var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur Alþýðusambandsins og sókn jafnaðarmanna að betri lífskjörum, mannréttindum og frelsi var hafin. Á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldar bjó Alþýðuflokkurinn við óréttláta kosninga- og kjördæmaskipan. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1934 fengu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur nánast jafn mörg atkvæði en Framsókn fékk 15 þingmenn kjörna en Alþýðuflokkurinn 10. Alþýðuflokkurinn gekk á móti ríkjandi skipulagi sem lagði áherslu á betri lífskjör, húsnæði, tryggari stöðu á vinnumarkaði, jafnan atkvæðisrétt og félagslegar tryggingar. Flokkurinn náði hægt og bítandi fram sínum baráttumálum, t.d. Vökulögunum árið1921 sem tryggðu sjómönnum sex tíma lágmarkshvíld á sólarhring. Fleiri sigrar fylgdu í kjölfarið eins og lög um verkamannabústaði, löggjöf um alþýðutryggingar (m.a. atvinnuleysistryggingar) árið 1936 og lög um stéttarfélög árið 1938. Upp úr 1940 skildi leiðir Alþýðuflokks og Alþýðusambands Íslands og jafnaðarmenn klofnuðu í tvo flokka, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokkurinn átti fram að þessum tíma sæti í ríkisstjórnum, m.a. stjórn hinna vinnandi stétta frá 1934-1938 sem var fyrsta umbótastjórnin og kom mörgum þarfaverkum í framkvæmd. Frá fjórða áratug fram að Viðreisn snerust stjórnmál mikið um sjávarútveg, millifærslu- og haftakerfi sem og utanríkismál sem því miður skiptu jafnaðarmönnum í tvo aðskilda flokka í afstöðu þeirra til Atlantshafsbandalagsins og dvalar varnarliðsins á Íslandi. Árið 1959 tók við svo kölluð viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem fram að því höfðu verið andstæðingar í stjórnmálum. Þetta ríkisstjórnarsamstarf var farsælt og er sú stjórn einna þekktust fyrir að afnema að stórum hluta víðtækt haftakerfi sem hafði ríkt fram til ársins 1960. Aðild Alþýðuflokksins að þeirri ríkisstjórn tryggði einhverja mestu húsnæðisbyltingu í sögu þjóðarinnar í samstarfi við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur þegar gert var stórátak í að útrýma braggahverfum með uppbyggingu á m.a. á heilu íbúðahverfi í Breiðholti. Alltaf var grunnstef jafnaðarmanna um húsnæði leiðarljós í starfi Alþýðuflokksins. Frá lokum Viðreisnar fram til ársins 2000 dreifðust kraftar jafnaðarmanna á fleiri flokka en Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalag sem var arftaki Sósíalistaflokksins. Til að mynda komu fram á sjónarsviðið flokkar eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki sem síðar varð hluti af Samfylkingu. Nýtt stjórnmálaafl, Kvennalistinn, kom fram á níunda áratugnum, og lagði áherslur á mál tengd auknum rétti kvenna, t.d. launajafnrétti kynjanna og aukið aðgengi barna að leikskóla.Þáttaskil Árið 2000 urðu þáttaskil í sögu jafnaðarmanna á Íslandi þegar nýr stjórnmálaflokkur varð til, Samfylking með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalistans. Jafnaðarmenn sameinuðust um jöfn tækifæri, betri lífskjör, úrbætur í húsnæðismálum, aukin félagsleg rétttindi, eitt samfélag fyrir alla og nánari tengsl við Evrópu. Allar þessar hugsjónir hafa verið baráttumál jafnaðarmanna í gegnum tíðina, þó svo Evrópuhugsjónin sé tiltölulega nýleg í 100 ára sögu hreyfingarinnar. Jafnaðarmannahreyfing sem byggir á glæsilegri arfleið baráttufólks fyrir 100 árum getur horft stolt fram á veginn, stolt af sínum verkum, baráttuglöð fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Þeirri baráttu lýkur aldrei og ómetanlegt að á hverjum tíma sé kröftugt og duglegt fólk tilbúið að berjast fyrir þessum réttindum. Ég verð alltaf hrærður þegar ég les um sögu jafnaðarmanna og hve mikið fólk hefur lagt á sig í gegnum tíðina fyrir þessa hugsjón. Þess vegna er ég sannfærður um að Samfylkingin mun dafna og þroskast og halda áfram að gera Ísland að betra samfélagi, öllum til góða. Að þessu sögðu, óska ég öllum jafnaðarmönnum til hamingju með 100 ára afmæli jafnaðarmannahreyfingar á Íslandi. Sækjum til sigurs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun