Nýkjörinn oddviti Pírata í NV á leið upp á fæðingardeild sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 13:20 Eva Pandora Baldursdóttir. „Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
„Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02