Við viljum ekki verðhjöðnun og „gjaldmiðlafrið“ Lars Christensen skrifar 7. september 2016 09:30 Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun