Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 1-1 | Selfoss í fallsæti þrátt fyrir stig Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2016 19:45 Vísir FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira