Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2016 10:00 Hótel Djúpavík er í húsi sem áður hýsti verbúð staðarins. Í bakgrunni má sjá fossinn Eiðrofa en nafni hans fylgir þjóðsögn um stúlku sem henti sér í fossinn eftir svik unnusta síns. vísir/stefán „Það er opið hjá okkur allt árið um kring. Það veltur svo á því hvort einhver komist hingað um vetrarmánuðina hvort fleiri en við séum hér,“ segir Magnús Karl Pétursson nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur í Reykjarfirði á Ströndum. Magnús Karl tók við sem hótelstjóri í upphafi árs af tengdarmóður sinni Evu Sigurbjörnsdóttur en hún ásamt eiginmanni sínum Ásbirni Þorgilssyni hafa rekið hótel á staðnum frá árinu 1985. Djúpavík er staður sem man tímana tvenna. Á tímum heimstyrjaldarinnar fyrri hófst þar síldarsöltun en fram að því hafði engin byggð verið á staðnum. Sú vinnsla fór út um þúfur í kreppunni sem fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar tóku nokkrir stórhuga menn sig saman og komu á fór síldarverksmiðju á staðnum. Hún blómstraði á upphafsárum sínum en fór síðan veg allrar veraldar þegar hið hvarflynda sjávarfang yfirgaf Húnaflóa.Starfsfólk hótelsins fyrir framan hótelið. Magnús Karl er lengst til vinstri í aftari röð en fyrir framan hann stendur Ásbjörn tengdafaðir hans. Eva, fyrrverandi hótelstjóri, stendur fyrir miðjum hópi.„Þegar Eva og Ási komu hingað þá var staðurinn í eyði. Þau keyptu gömlu verbúðina af hreppnum á nánast ekki neitt og var tjáð að þau mættu gera það sem þeim sýndist við hana. Brenna hana þess vegna. Þau ákváðu hins vegar að fara í hótelrekstur,“ segir Magnús. Öll þau ár sem síðan hafa liðið hefur verið rekið hótel á staðnum en að stærstum hluta má þakka fyrrverandi hótelstjóra, áðurnefndri Evu, fyrir það. „Eva er algerlega ótrúleg kona í alla staði. Það hefðu eflaust margir gefist upp á einhverjum tímapunkti en það var ekki möguleiki hjá Evu. Hún hefur stýrt hótelinu af þvílíkri elju í öll þessi ár, tekið á móti fólki og skapað það umhverfi og þá hlýju sem er að finna á þessum stað.“ Tímabilið lengist með hverju árinu Á hótelinu eru herbergi fyrir 32 og yfir sumarmánuðina er það nánast fullbókað. Hótelstjórinn segir hins vegar að það mætti vera meira að gera yfir veturinn. „Við þurfum ekki fleiri yfir sumartímann en það mætti lengja tímabilið örlítið. Það eru túristar á landinu allt árið um kring og það ætti að vera forgangsatriði að dreifa þeim aðeins um landið. Mér skilst líka að ágangurinn á sumum stöðum sé slíkur að þeir séu aðeins farnir að missa sjarmann.“ Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til landsins aukist jafnt og þétt. Á hverju ári hefur met verið slegið í fjölda ferðamanna og fjölda gistinátta. Til að mynda voru gistinætur í fyrra, á hvers konar gististöðum, rúmlega 6,5 milljónir eftir að hafa verið 5,4 milljónir árið 2014. Þá voru gistinætur ársins í fyrra tæplega þrefalt fleiri en þær voru tíu árum áður. „Þetta eykst með hverju árinu hjá okkur. Það var yfirleitt þannig að eftir Djúpavíkurdaga, sem eru aðra helgina eftir verslunarmannahelgi, þá datt botninn aðeins úr þessu. Til að mynda fór meira en helmingur starfsfólks okkar eftir miðbik ágúst í fyrra. Nú var ágúst fullbókaður og langt fram í september.“Samgöngurnar, eða öllu heldur skorturinn á þeim, hefur það í för með sér að ekki er hægt að ábyrgjast að gestir komist á Djúpavík eða þaðan að dvöl lokinni.vísir/stefánÆtlast til að fólk sitji á rassgatinu þrjá mánuði á ári Óútreiknanlegt veðurfar, oft með tilheyrandi ófærð, bindur oft enda á tímabilið á Ströndum. Til að komast til Djúpavíkur þarf að aka nokkra vegalengd á Strandavegi en stærstur hluti hans er ómalbikaður. Sé þurrt getur vegurinn verið sæmilegur en ef það rignir mjög getur hann á skömmum tíma breyst í forarsvað. Þá er hann ekki mokaður yfir vetrarmánuðina. „Það er engin þjónusta hérna frá byrjun janúar og fram í lok mars. Í þrjá mánuði, á hverju ári, er ætlast til þess að fólk sitji á rassgatinu og geri ekkert,“ segir Magnús. Hann segir að ásóknin í hótelið sé mikil en margir leggi ekki í samgöngurnar yfir vetrartímann. „Við segjum við fólk að við getum bókað þau í gistingu en það sé alls kostar óvíst hvort það komist hingað eða í burtu á þeim tíma sem það ætlar sér.“ Magnús viðurkennir að það sé ákveðinn sjarmi yfir þessum samgönguskorti en hann sé ekki boðlegur. „Ef það gerir hausthríð snemma þá lokast vegurinn. Ég tala nú ekki um ef það rignir mikið. Oft á tíðum gerir dembu og rörin undir vegina ráða ekki við vatnsflauminn. Þá byrjar að flæða yfir veginn og hann fer í sundur. Ég held hann hafi gefið sig á einhverjum tíu stöðum hér í fyrra,“ segir Magnús. „Síðan gera þeir alltaf sömu mistök með því að setja of lítil rör undir vegina og þurfa svo að koma aftur að ári til að laga þau.“ Líkt og áður segir hafa tengdaforeldrar Magnúsar, áðurnefnd Ási og Eva, búið í Djúpavík í rúmlega þrjá áratugi. Að sögn Magnúsar lifðu hjónin nánast undir fátæktarmörkum fyrstu árin þarna og það kom oft fyrir að það þurfti að skammta matinn á diskinn. Hinn nýji hótelstjóri er trúlofaður dóttur þeirra hjóna, Kristjönu Maríu og kom á þann hátt inn í reksturinn. Hann hefur verið í fjölskyldunni undanfarin fimm ár og meira og minna búið í Djúpavík síðustu þrjú. „Við kynntumst fyrir sunnan. Hún er alin upp hér og svo nægjusöm. Síðan kem ég úr allt annari átt, Garðbæingur af allra verstu sort,“ segir Magnús og hlær.Suðurlandið hefur löngum verið eitt af einkennismerkjum staðarins. Skemmtiferðaskipinu var siglt upp í fjöru árið 1935 og það notað sem bústaður fyrir verkamenn á staðnum.vísir/stefánMeð heimagerðan sleða til Hólmavíkur að sækja bjór Fjarlægðin sem íbúar búa við gerir það að verkum að oft þarf að redda alls konar hlutum. Þegar blaðamann bar að garði hafði verið heitavatnslaust á staðnum í nokkra daga. „Það að fá pípara til að koma hingað er svipað eins og að biðja einhvern um að gefa þér milljón. Það er nógu erfitt að fá iðnaðarmann í þéttbýlisstöðum, hvað þá hingað norður,“ segir Magnús. „Þetta er mjög einkennandi fyrir staðinn. Þetta getur verið endalaust barningur við að fá hlutina til að ganga upp en þeir reddast nú alltaf á endanum.“ Síðasta vetur var boðið upp á vélsleðaferðir til Djúpavíkur sem féllu vel í kramið og strax talsverð ásókn í ferðirnar fyrir næsta ár. Þá er vélsleðamönnunum boðið upp á túr til Djúpavíkur þar sem þeirra bíður þriggja rétta máltíð og uppábúið rúm. Slíkt er örlítið frávik frá prímusnum og svefnpokanum sem flestir sleðamenn hafa vanist. Það var þremur dögum fyrir eina slíka, á upphafsmánuðum þessa árs, sem Magnús áttaði sig á því að bjórkælirinn á hótelinu var svo að kalla tómur. Því hringdi hótelstjórinn suður og pantaði birgðir af bjór. „Bjórinn kom en hann var sendur með flugi á Gjögur. Það er náttúrulega vonlaust þar sem við komumst ekki um Kjörvogshlíðina að flugvellinum,“ segir Magnús. Hann hafi hringt aftur suður, að þessu sinni í hinn ölrisann, og beðið um að fá veigarnar landleiðina til Hólmavíkur. „Við erum mjög lánsöm með að á Hólmavík er bílstjóri að nafni Kristján Guðmundsson sem myndi koma með pela af rjóma til okkar eins og skot ef ég bæði hann um það. Þó það sé illfært þá kemst hann alltaf.“ Að þessu sinni var hins vegar algerlega ófært á bíl. Þá voru góð ráð dýr. Innan við tveir dagar í að vélsleðahópurinn kæmi á staðinn og ekkert handa þeim að drekka. „Við enduðum á því að gramsa í dótahaugnum hans Ása, en þegar hann fer á ruslahaugana kemur hann með meira dót til baka en hann fór með, og útbjuggum einhverskonar sleða til að setja aftan í vélsleðann. Síðan var lagt af stað til Hólmavíkur og bjórinn komst hingað í tæka tíð.“Einn ferðalanga í téðri vélsleðaferð hafði upptökuvél meðferðis. Hægt er að sjá brot úr ferðinni í spilaranum hér fyrir neðan.Sögurnar af Ása gætu fyllt heila bók Þó að slíkt maus sé leiðinlegt og lýjandi á meðan því stendur þá skilur það oftar en ekki eftir skemmtilega sögu sem hægt er að hlæja að síðar meir. „Ási til dæmis, og synir hans líka sem eru eins og snýttir úr nösunum á honum, eru svona týpur sem kunna að bjarga sér með hvað sem er.“ Hótelstjórinn lýsir tengdaföður sínum sem „meistara í að leysa þriggja til fjögurra manna verk einsamall“ enda hefur hann alltaf þurft að gera það. Staðsetningin og samgöngurnar, eða skorturinn á þeim öllu heldur, geri það að verkum að næsta ómögulegt getur verið að fá aðstoð. Aðspurður hvort ekki megi lýsa Ása sem „martröð Vinnueftirlitsins“ skellir Magnús upp úr og biður síðan pent um að það sé ekki verið að siga þeim á staðinn. „Sögurnar af honum gætu fyllt heila bók. Hann hendir engu og tekst að finna nýjan tilgang fyrir undarlegustu hluti á ótrúlegustu stöðum.“„Smávesen getur kryddað daginn pínu“ Auk þess að vera hótelstjóri þá er Magnús í „ólaunuðu hlutastarfi“ sem björgunarmaður þegar ferðafólk lendir í klandri í nágrenninu. „Það er kannski svolítið ljótt að segja það en svoleiðis smávesen getur kryddað daginn pínu,“ segir hann og glottir. Hann bætir því við að best væri auðvitað ef enginn lenti í klandri. Aðspurður um eitthvað sérstaklega eftirminnilegt atvik nefnir hann atburð sem átti sér stað í september á síðasta ári. Eva og Ási höfðu skellt sér í frí og Magnús var einn á Djúpavík með sex gesti.Hjónin Eva og Ási ásamt börnum sínum þremur, Héðni Birni, Kristjönu og Arnari Loga.„Ég var nýbúinn að taka pantanir fyrir kvöldmatinn þegar bankað var upp á,“ segir Magnús. Úti stóð læknirinn frá Hólmavík en hann var á leiðinni í útkall í Norðurfjörð. „Einhversstaðar á leiðinni hafði bíll endað utan vegar og hann bað mig um að fara að aðstoða fólkið.“ Pöntun hótelgestanna tók snöggri breytingu. Það skyldi fá pönnusteiktan þorsk og hafði ekkert um það að segja. Fiskurinn var steiktur og framreiddur með hraði og að því loknu stökk Magnús af stað. Þegar hann kom á staðinn var þar par frá Kanada og bíll þeirra á bólakafi úti í skurði. „Ég sá strax að það var ekki nokkur leið til að ég myndi ná bílnum upp úr skurðinum einsamall. Svo ég bað fólkið um að doka örlítið lengur, brunaði til baka á hótelið og spurði gestina, sem voru nýbúnir að borða, hvort þeir væru ekki til í smá björgunarleiðangur.“ Það varð úr. Magnús og hótelgestirnir komu á staðinn og hófust strax handa við að moka grót og færa steina svo unnt væri að koma bílnum upp á veginn á nýjan leik. Úti var kolniðamyrkur. Fólkið var svo niðursokkið í verkefnið að það tók ekki eftir því að fyrir ofan það stigu norðurljósin tryllingslegan dans. „Ég rak augun í himininn og bað alla um að stoppa. Þau horfðu undarlega á mig fyrst en þegar ég benti þeim á að horfa upp í loft þau urðu þau agndofa,“ segir Magnús. Enginn ferðalanganna hafði nokkru sinni séð norðurljósin áður. Í nokkrar mínútur stóð fólkið hreyfingarlaust, mændi á dýrðina án þess að mæla orð af vörum. Þegar á hótelið var komið voru allir þakklátir fyrir þennan óvænta leiðangur. „Á haustin og vorin gerast oft alls konar hlutir hérna,“ segir Magnús. „Á móti kemur að þá er hér færra fólk. Maður getur sest aðeins niður og spjallað við gestina um daginn og veginn. Á sumrin nær maður ekki að tengjast kúnnanum jafn vel.“Til skoðunar er að gera einhverjar breytingar á staðnum. Stefnan sé að halda öllu eins upprunalegu og hægt er.vísir/stefánFólk spyr enn um Sigur Rós Í vetur stendur til að taka upp kvikmynd í Djúpavík þó Magnús megi lítið tjá sig um hana. „Þetta er eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Framleiðendur myndarinnar gerðu við mig samning um að halda öllu um hana leyndu eins lengi og hægt er. Ég verð víst að vera þurr og virða það.“ Hvort kvikmyndin hefur það í för með sér að sprenging verði í ferðamannafjölda á staðnum getur tíminn einn leitt í ljós. Það er þó þekkt að kvikmyndir geti aðeins bætt við strauminn. Til dæmis má nefna það að árið 2006 hélt hljómsveitin Sigur Rós tónleika í gömlu síldarverksmiðjunni á staðnum. Tónleikarnir voru liður í Heima tónleikaferðinni sem sveitin fór um landið. Upptaka af þeim rataði síðan í samnefnda mynd um ferðalagið. „Það koma hundruðir hingað á hverju ári út af þessum tónleikum,“ segir Magnús. „Á sumrin sé ég um að lóðsa fólk um verksmiðjuna og það er nánast undantekning ef enginn spyr um Sigur Rós eða á hvaða bletti hljómsveitin spilaði. Þannig það má gera ráð fyrir því að kvikmyndin gæti orðið ágæt auglýsing fyrir okkur. Þó við getum aðeins hýst 32 gesti í einu.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir Heima en þar bregður Djúpavík fyrir á nokkrum stöðum.Vilja halda Djúpavík „original“ Það er að vissu leiti kaldhæðnislegt að heyra hótelstjórann kvarta örlítið undan plássskorti þegar við hlið hótelsins stendur rúmlega sexþúsund fermetra hús nánast ónotað. Að sögn Magnúsar er í skoðun hvort unnt sér að fjölga gistirýmum á staðnum. Til að mynda sé í skoðun hvort unnt sé að gera einstaklingsíbúðir úr gamla mjölgangi verksmiðjunnar. „Það að breyta einhverju hérna er að vísu afar þunn lína sem við ætlum að feta eftir fremsta megni. Hingað kemur sama fólkið ár eftir ár og flestir biðja okkur um að breyta engu,“ segir Magnús. Hann bætir við að það væri æskilegt að fá örlítið meiri tekjur inn til að tryggja að fastir íbúar Djúpavíkur þyrftu aldrei aftur að grípa til matarskömmtunar. „Það ætlar enginn hér að verða ríkur. Við erum bara að skoða það að hafa nokkur auka herbergi til að vera réttum megin við línuna. Einnig eiga Ási og Eva það skilið, eftir allt þetta hark síðustu þrjátíu ára, að fá eitthvað örlítið út úr þessu.“ Hvað sem verður gert er það stefna fjölskyldunnar að tryggja það að andi staðarins taki engum breytingum. Sérstaða Djúpavíkur felist í honum. „Hérna er rólegt og fólk kemur hingað af því það er rólegt. Við viljum halda þessu „original“. Slíkir hlutir lifa lengst. Þegar það dregur úr ferðamannastrauminum þá munu staðir sem halda í upprunann finna minnst fyrir því,“ segir Magnús að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu. 10. maí 2013 13:09 Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Það er opið hjá okkur allt árið um kring. Það veltur svo á því hvort einhver komist hingað um vetrarmánuðina hvort fleiri en við séum hér,“ segir Magnús Karl Pétursson nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur í Reykjarfirði á Ströndum. Magnús Karl tók við sem hótelstjóri í upphafi árs af tengdarmóður sinni Evu Sigurbjörnsdóttur en hún ásamt eiginmanni sínum Ásbirni Þorgilssyni hafa rekið hótel á staðnum frá árinu 1985. Djúpavík er staður sem man tímana tvenna. Á tímum heimstyrjaldarinnar fyrri hófst þar síldarsöltun en fram að því hafði engin byggð verið á staðnum. Sú vinnsla fór út um þúfur í kreppunni sem fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar tóku nokkrir stórhuga menn sig saman og komu á fór síldarverksmiðju á staðnum. Hún blómstraði á upphafsárum sínum en fór síðan veg allrar veraldar þegar hið hvarflynda sjávarfang yfirgaf Húnaflóa.Starfsfólk hótelsins fyrir framan hótelið. Magnús Karl er lengst til vinstri í aftari röð en fyrir framan hann stendur Ásbjörn tengdafaðir hans. Eva, fyrrverandi hótelstjóri, stendur fyrir miðjum hópi.„Þegar Eva og Ási komu hingað þá var staðurinn í eyði. Þau keyptu gömlu verbúðina af hreppnum á nánast ekki neitt og var tjáð að þau mættu gera það sem þeim sýndist við hana. Brenna hana þess vegna. Þau ákváðu hins vegar að fara í hótelrekstur,“ segir Magnús. Öll þau ár sem síðan hafa liðið hefur verið rekið hótel á staðnum en að stærstum hluta má þakka fyrrverandi hótelstjóra, áðurnefndri Evu, fyrir það. „Eva er algerlega ótrúleg kona í alla staði. Það hefðu eflaust margir gefist upp á einhverjum tímapunkti en það var ekki möguleiki hjá Evu. Hún hefur stýrt hótelinu af þvílíkri elju í öll þessi ár, tekið á móti fólki og skapað það umhverfi og þá hlýju sem er að finna á þessum stað.“ Tímabilið lengist með hverju árinu Á hótelinu eru herbergi fyrir 32 og yfir sumarmánuðina er það nánast fullbókað. Hótelstjórinn segir hins vegar að það mætti vera meira að gera yfir veturinn. „Við þurfum ekki fleiri yfir sumartímann en það mætti lengja tímabilið örlítið. Það eru túristar á landinu allt árið um kring og það ætti að vera forgangsatriði að dreifa þeim aðeins um landið. Mér skilst líka að ágangurinn á sumum stöðum sé slíkur að þeir séu aðeins farnir að missa sjarmann.“ Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til landsins aukist jafnt og þétt. Á hverju ári hefur met verið slegið í fjölda ferðamanna og fjölda gistinátta. Til að mynda voru gistinætur í fyrra, á hvers konar gististöðum, rúmlega 6,5 milljónir eftir að hafa verið 5,4 milljónir árið 2014. Þá voru gistinætur ársins í fyrra tæplega þrefalt fleiri en þær voru tíu árum áður. „Þetta eykst með hverju árinu hjá okkur. Það var yfirleitt þannig að eftir Djúpavíkurdaga, sem eru aðra helgina eftir verslunarmannahelgi, þá datt botninn aðeins úr þessu. Til að mynda fór meira en helmingur starfsfólks okkar eftir miðbik ágúst í fyrra. Nú var ágúst fullbókaður og langt fram í september.“Samgöngurnar, eða öllu heldur skorturinn á þeim, hefur það í för með sér að ekki er hægt að ábyrgjast að gestir komist á Djúpavík eða þaðan að dvöl lokinni.vísir/stefánÆtlast til að fólk sitji á rassgatinu þrjá mánuði á ári Óútreiknanlegt veðurfar, oft með tilheyrandi ófærð, bindur oft enda á tímabilið á Ströndum. Til að komast til Djúpavíkur þarf að aka nokkra vegalengd á Strandavegi en stærstur hluti hans er ómalbikaður. Sé þurrt getur vegurinn verið sæmilegur en ef það rignir mjög getur hann á skömmum tíma breyst í forarsvað. Þá er hann ekki mokaður yfir vetrarmánuðina. „Það er engin þjónusta hérna frá byrjun janúar og fram í lok mars. Í þrjá mánuði, á hverju ári, er ætlast til þess að fólk sitji á rassgatinu og geri ekkert,“ segir Magnús. Hann segir að ásóknin í hótelið sé mikil en margir leggi ekki í samgöngurnar yfir vetrartímann. „Við segjum við fólk að við getum bókað þau í gistingu en það sé alls kostar óvíst hvort það komist hingað eða í burtu á þeim tíma sem það ætlar sér.“ Magnús viðurkennir að það sé ákveðinn sjarmi yfir þessum samgönguskorti en hann sé ekki boðlegur. „Ef það gerir hausthríð snemma þá lokast vegurinn. Ég tala nú ekki um ef það rignir mikið. Oft á tíðum gerir dembu og rörin undir vegina ráða ekki við vatnsflauminn. Þá byrjar að flæða yfir veginn og hann fer í sundur. Ég held hann hafi gefið sig á einhverjum tíu stöðum hér í fyrra,“ segir Magnús. „Síðan gera þeir alltaf sömu mistök með því að setja of lítil rör undir vegina og þurfa svo að koma aftur að ári til að laga þau.“ Líkt og áður segir hafa tengdaforeldrar Magnúsar, áðurnefnd Ási og Eva, búið í Djúpavík í rúmlega þrjá áratugi. Að sögn Magnúsar lifðu hjónin nánast undir fátæktarmörkum fyrstu árin þarna og það kom oft fyrir að það þurfti að skammta matinn á diskinn. Hinn nýji hótelstjóri er trúlofaður dóttur þeirra hjóna, Kristjönu Maríu og kom á þann hátt inn í reksturinn. Hann hefur verið í fjölskyldunni undanfarin fimm ár og meira og minna búið í Djúpavík síðustu þrjú. „Við kynntumst fyrir sunnan. Hún er alin upp hér og svo nægjusöm. Síðan kem ég úr allt annari átt, Garðbæingur af allra verstu sort,“ segir Magnús og hlær.Suðurlandið hefur löngum verið eitt af einkennismerkjum staðarins. Skemmtiferðaskipinu var siglt upp í fjöru árið 1935 og það notað sem bústaður fyrir verkamenn á staðnum.vísir/stefánMeð heimagerðan sleða til Hólmavíkur að sækja bjór Fjarlægðin sem íbúar búa við gerir það að verkum að oft þarf að redda alls konar hlutum. Þegar blaðamann bar að garði hafði verið heitavatnslaust á staðnum í nokkra daga. „Það að fá pípara til að koma hingað er svipað eins og að biðja einhvern um að gefa þér milljón. Það er nógu erfitt að fá iðnaðarmann í þéttbýlisstöðum, hvað þá hingað norður,“ segir Magnús. „Þetta er mjög einkennandi fyrir staðinn. Þetta getur verið endalaust barningur við að fá hlutina til að ganga upp en þeir reddast nú alltaf á endanum.“ Síðasta vetur var boðið upp á vélsleðaferðir til Djúpavíkur sem féllu vel í kramið og strax talsverð ásókn í ferðirnar fyrir næsta ár. Þá er vélsleðamönnunum boðið upp á túr til Djúpavíkur þar sem þeirra bíður þriggja rétta máltíð og uppábúið rúm. Slíkt er örlítið frávik frá prímusnum og svefnpokanum sem flestir sleðamenn hafa vanist. Það var þremur dögum fyrir eina slíka, á upphafsmánuðum þessa árs, sem Magnús áttaði sig á því að bjórkælirinn á hótelinu var svo að kalla tómur. Því hringdi hótelstjórinn suður og pantaði birgðir af bjór. „Bjórinn kom en hann var sendur með flugi á Gjögur. Það er náttúrulega vonlaust þar sem við komumst ekki um Kjörvogshlíðina að flugvellinum,“ segir Magnús. Hann hafi hringt aftur suður, að þessu sinni í hinn ölrisann, og beðið um að fá veigarnar landleiðina til Hólmavíkur. „Við erum mjög lánsöm með að á Hólmavík er bílstjóri að nafni Kristján Guðmundsson sem myndi koma með pela af rjóma til okkar eins og skot ef ég bæði hann um það. Þó það sé illfært þá kemst hann alltaf.“ Að þessu sinni var hins vegar algerlega ófært á bíl. Þá voru góð ráð dýr. Innan við tveir dagar í að vélsleðahópurinn kæmi á staðinn og ekkert handa þeim að drekka. „Við enduðum á því að gramsa í dótahaugnum hans Ása, en þegar hann fer á ruslahaugana kemur hann með meira dót til baka en hann fór með, og útbjuggum einhverskonar sleða til að setja aftan í vélsleðann. Síðan var lagt af stað til Hólmavíkur og bjórinn komst hingað í tæka tíð.“Einn ferðalanga í téðri vélsleðaferð hafði upptökuvél meðferðis. Hægt er að sjá brot úr ferðinni í spilaranum hér fyrir neðan.Sögurnar af Ása gætu fyllt heila bók Þó að slíkt maus sé leiðinlegt og lýjandi á meðan því stendur þá skilur það oftar en ekki eftir skemmtilega sögu sem hægt er að hlæja að síðar meir. „Ási til dæmis, og synir hans líka sem eru eins og snýttir úr nösunum á honum, eru svona týpur sem kunna að bjarga sér með hvað sem er.“ Hótelstjórinn lýsir tengdaföður sínum sem „meistara í að leysa þriggja til fjögurra manna verk einsamall“ enda hefur hann alltaf þurft að gera það. Staðsetningin og samgöngurnar, eða skorturinn á þeim öllu heldur, geri það að verkum að næsta ómögulegt getur verið að fá aðstoð. Aðspurður hvort ekki megi lýsa Ása sem „martröð Vinnueftirlitsins“ skellir Magnús upp úr og biður síðan pent um að það sé ekki verið að siga þeim á staðinn. „Sögurnar af honum gætu fyllt heila bók. Hann hendir engu og tekst að finna nýjan tilgang fyrir undarlegustu hluti á ótrúlegustu stöðum.“„Smávesen getur kryddað daginn pínu“ Auk þess að vera hótelstjóri þá er Magnús í „ólaunuðu hlutastarfi“ sem björgunarmaður þegar ferðafólk lendir í klandri í nágrenninu. „Það er kannski svolítið ljótt að segja það en svoleiðis smávesen getur kryddað daginn pínu,“ segir hann og glottir. Hann bætir því við að best væri auðvitað ef enginn lenti í klandri. Aðspurður um eitthvað sérstaklega eftirminnilegt atvik nefnir hann atburð sem átti sér stað í september á síðasta ári. Eva og Ási höfðu skellt sér í frí og Magnús var einn á Djúpavík með sex gesti.Hjónin Eva og Ási ásamt börnum sínum þremur, Héðni Birni, Kristjönu og Arnari Loga.„Ég var nýbúinn að taka pantanir fyrir kvöldmatinn þegar bankað var upp á,“ segir Magnús. Úti stóð læknirinn frá Hólmavík en hann var á leiðinni í útkall í Norðurfjörð. „Einhversstaðar á leiðinni hafði bíll endað utan vegar og hann bað mig um að fara að aðstoða fólkið.“ Pöntun hótelgestanna tók snöggri breytingu. Það skyldi fá pönnusteiktan þorsk og hafði ekkert um það að segja. Fiskurinn var steiktur og framreiddur með hraði og að því loknu stökk Magnús af stað. Þegar hann kom á staðinn var þar par frá Kanada og bíll þeirra á bólakafi úti í skurði. „Ég sá strax að það var ekki nokkur leið til að ég myndi ná bílnum upp úr skurðinum einsamall. Svo ég bað fólkið um að doka örlítið lengur, brunaði til baka á hótelið og spurði gestina, sem voru nýbúnir að borða, hvort þeir væru ekki til í smá björgunarleiðangur.“ Það varð úr. Magnús og hótelgestirnir komu á staðinn og hófust strax handa við að moka grót og færa steina svo unnt væri að koma bílnum upp á veginn á nýjan leik. Úti var kolniðamyrkur. Fólkið var svo niðursokkið í verkefnið að það tók ekki eftir því að fyrir ofan það stigu norðurljósin tryllingslegan dans. „Ég rak augun í himininn og bað alla um að stoppa. Þau horfðu undarlega á mig fyrst en þegar ég benti þeim á að horfa upp í loft þau urðu þau agndofa,“ segir Magnús. Enginn ferðalanganna hafði nokkru sinni séð norðurljósin áður. Í nokkrar mínútur stóð fólkið hreyfingarlaust, mændi á dýrðina án þess að mæla orð af vörum. Þegar á hótelið var komið voru allir þakklátir fyrir þennan óvænta leiðangur. „Á haustin og vorin gerast oft alls konar hlutir hérna,“ segir Magnús. „Á móti kemur að þá er hér færra fólk. Maður getur sest aðeins niður og spjallað við gestina um daginn og veginn. Á sumrin nær maður ekki að tengjast kúnnanum jafn vel.“Til skoðunar er að gera einhverjar breytingar á staðnum. Stefnan sé að halda öllu eins upprunalegu og hægt er.vísir/stefánFólk spyr enn um Sigur Rós Í vetur stendur til að taka upp kvikmynd í Djúpavík þó Magnús megi lítið tjá sig um hana. „Þetta er eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Framleiðendur myndarinnar gerðu við mig samning um að halda öllu um hana leyndu eins lengi og hægt er. Ég verð víst að vera þurr og virða það.“ Hvort kvikmyndin hefur það í för með sér að sprenging verði í ferðamannafjölda á staðnum getur tíminn einn leitt í ljós. Það er þó þekkt að kvikmyndir geti aðeins bætt við strauminn. Til dæmis má nefna það að árið 2006 hélt hljómsveitin Sigur Rós tónleika í gömlu síldarverksmiðjunni á staðnum. Tónleikarnir voru liður í Heima tónleikaferðinni sem sveitin fór um landið. Upptaka af þeim rataði síðan í samnefnda mynd um ferðalagið. „Það koma hundruðir hingað á hverju ári út af þessum tónleikum,“ segir Magnús. „Á sumrin sé ég um að lóðsa fólk um verksmiðjuna og það er nánast undantekning ef enginn spyr um Sigur Rós eða á hvaða bletti hljómsveitin spilaði. Þannig það má gera ráð fyrir því að kvikmyndin gæti orðið ágæt auglýsing fyrir okkur. Þó við getum aðeins hýst 32 gesti í einu.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir Heima en þar bregður Djúpavík fyrir á nokkrum stöðum.Vilja halda Djúpavík „original“ Það er að vissu leiti kaldhæðnislegt að heyra hótelstjórann kvarta örlítið undan plássskorti þegar við hlið hótelsins stendur rúmlega sexþúsund fermetra hús nánast ónotað. Að sögn Magnúsar er í skoðun hvort unnt sér að fjölga gistirýmum á staðnum. Til að mynda sé í skoðun hvort unnt sé að gera einstaklingsíbúðir úr gamla mjölgangi verksmiðjunnar. „Það að breyta einhverju hérna er að vísu afar þunn lína sem við ætlum að feta eftir fremsta megni. Hingað kemur sama fólkið ár eftir ár og flestir biðja okkur um að breyta engu,“ segir Magnús. Hann bætir við að það væri æskilegt að fá örlítið meiri tekjur inn til að tryggja að fastir íbúar Djúpavíkur þyrftu aldrei aftur að grípa til matarskömmtunar. „Það ætlar enginn hér að verða ríkur. Við erum bara að skoða það að hafa nokkur auka herbergi til að vera réttum megin við línuna. Einnig eiga Ási og Eva það skilið, eftir allt þetta hark síðustu þrjátíu ára, að fá eitthvað örlítið út úr þessu.“ Hvað sem verður gert er það stefna fjölskyldunnar að tryggja það að andi staðarins taki engum breytingum. Sérstaða Djúpavíkur felist í honum. „Hérna er rólegt og fólk kemur hingað af því það er rólegt. Við viljum halda þessu „original“. Slíkir hlutir lifa lengst. Þegar það dregur úr ferðamannastrauminum þá munu staðir sem halda í upprunann finna minnst fyrir því,“ segir Magnús að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu. 10. maí 2013 13:09 Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu. 10. maí 2013 13:09
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30
Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53