Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar