Öflugur háskóli til farsældar Jón Atli Benediktsson skrifar 5. september 2016 07:00 Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi hlekkur í þekkingar- og verðmætasköpun nútímasamfélaga og að lífskjör í framtíðinni munu byggja á menntun, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Markmið Háskóla Íslands er því að sækja fram á sviði rannsókna og kennslu ásamt því að efla gæði og styrkja innviði. Drifkrafturinn felst í að skapa nýja þekkingu og verðmæti byggð á rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt og sýna alþjóðlegar mælingar að áhrif vísindastarfsins eru á flestum sviðum vel yfir heimsmeðaltali. Þá má benda á að um 1,5% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára ljúka nú prófgráðu frá skólanum á ári hverju. Á sama tíma er Háskólinn í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum heims ásamt því að eiga í ríkulegri samvinnu við öflugar íslenskar vísindastofnanir og mörg fyrirtæki. Faglegur styrkur Háskóla Íslands varð til þess að hann komst árið 2011 á lista Times Higher Education World University Rankings yfir 300 bestu háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13. sæti yfir bestu háskóla á Norðurlöndum. Þessi árangur byggist á frábæru starfsfólki og skýrri langtímasýn og hann skapar fjölmörg tækifæri til samstarfs, innanlands og utan. Til að festa þennan árangur í sessi og ná viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn höfum við fyrir skömmu mótað nýja framtíðarstefnu fyrir tímabilið 2016-2021 undir titlinum Öflugur háskóli – farsælt samfélag.Gífurleg vonbrigði Háskóli Íslands nýtur mikils trausts hjá íslenskum almenningi og við sem þar störfum höfum bundið miklar vonir við að stjórnvöld taki höndum saman með okkur í þeirri sókn sem framundan er. Allir hagvísar benda til þess að bjart sé fram undan og það eru því gífurleg vonbrigði að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu ár eru háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Meðalframlag á hvern háskólanema í ríkjum OECD er um þriðjungi hærra en á Íslandi og framlög á Norðurlöndum að meðaltali tvöföld á við það sem gerist hér. Þetta hefur allt saman legið fyrir í langan tíma. Háskóli Íslands er afar vel rekin stofnun og hefur með ráðdeild tekist að halda rekstrinum í jafnvægi um árabil. Þrátt fyrir mikið aðhald er í ár í fyrsta sinn gert ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla. Við það verður ekki unað lengur. Ef ekki á að stefna uppbyggingarstarfi Háskóla Íslands í voða er komið að því að stjórnvöld láti verkin tala.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi hlekkur í þekkingar- og verðmætasköpun nútímasamfélaga og að lífskjör í framtíðinni munu byggja á menntun, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Markmið Háskóla Íslands er því að sækja fram á sviði rannsókna og kennslu ásamt því að efla gæði og styrkja innviði. Drifkrafturinn felst í að skapa nýja þekkingu og verðmæti byggð á rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt og sýna alþjóðlegar mælingar að áhrif vísindastarfsins eru á flestum sviðum vel yfir heimsmeðaltali. Þá má benda á að um 1,5% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára ljúka nú prófgráðu frá skólanum á ári hverju. Á sama tíma er Háskólinn í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum heims ásamt því að eiga í ríkulegri samvinnu við öflugar íslenskar vísindastofnanir og mörg fyrirtæki. Faglegur styrkur Háskóla Íslands varð til þess að hann komst árið 2011 á lista Times Higher Education World University Rankings yfir 300 bestu háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13. sæti yfir bestu háskóla á Norðurlöndum. Þessi árangur byggist á frábæru starfsfólki og skýrri langtímasýn og hann skapar fjölmörg tækifæri til samstarfs, innanlands og utan. Til að festa þennan árangur í sessi og ná viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn höfum við fyrir skömmu mótað nýja framtíðarstefnu fyrir tímabilið 2016-2021 undir titlinum Öflugur háskóli – farsælt samfélag.Gífurleg vonbrigði Háskóli Íslands nýtur mikils trausts hjá íslenskum almenningi og við sem þar störfum höfum bundið miklar vonir við að stjórnvöld taki höndum saman með okkur í þeirri sókn sem framundan er. Allir hagvísar benda til þess að bjart sé fram undan og það eru því gífurleg vonbrigði að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu ár eru háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Meðalframlag á hvern háskólanema í ríkjum OECD er um þriðjungi hærra en á Íslandi og framlög á Norðurlöndum að meðaltali tvöföld á við það sem gerist hér. Þetta hefur allt saman legið fyrir í langan tíma. Háskóli Íslands er afar vel rekin stofnun og hefur með ráðdeild tekist að halda rekstrinum í jafnvægi um árabil. Þrátt fyrir mikið aðhald er í ár í fyrsta sinn gert ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla. Við það verður ekki unað lengur. Ef ekki á að stefna uppbyggingarstarfi Háskóla Íslands í voða er komið að því að stjórnvöld láti verkin tala.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun