Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Helena tekur við liðinu af hjónunum Kristni Guðbrandssyni og Steindóru Steinsdóttur sem munu stýra ÍA út tímabilið í Pepsi-deild kvenna. Kristinn og Steindóra verða áfram í baklandi meistaraflokks kvenna auk þess að sinna fleiri verkefnum hjá félaginu.
Helena er einn reyndasti þjálfari landsins. Hún starfaði síðast sem þjálfari hjá FK Fortuna í Álasund í Noregi. Þar áður þjálfaði hún meistaraflokk hjá FH, Selfoss, KR og Val. Helena þjálfaði einnig A-landslið kvenna á árunum 2003-04.
Helena var einnig sigursæll leikmaður á sínum tíma og varð margfaldur Íslandsmeistari með KR á árunum 1993-99. Hún lék einnig með ÍA og varð m.a. bikarmeistari með liðinu árið 1992. Helena lék 8 A-landsleiki fyrir Ísland.
Í sumar hefur Helena stýrt umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deild kvenna.
Einnig hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara liðsins en Aníta Lísa Svansdóttir mun aðstoða Helenu við þjálfun liðsins.
ÍA er í tíunda og neðsta sæti Pepsi-deildar kvenna með átta stig, tveimur stigum frá öruggu sæti, þegar fjórum umferðum er ólokið.
Helena tekur við ÍA
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti