Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 18:45 Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45