Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Ólafur B. Einarsson Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira