Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Ólafur B. Einarsson Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira