Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2016 06:00 grafík/guðmundur snær Þingmenn Samfylkingarinnar eru að meðaltali oftar fjarri þegar atkvæðagreiðslur fara fram í þingsal. Þetta er meðal þess sem lesa má úr úttekt Fréttablaðsins á viðveru þingmanna við atkvæðagreiðslur.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnarvísir/gva„Þessar tölur koma mér á óvart og eru auðvitað alls ekki góðar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þær gefa okkur tilefni til að fara yfir verklagið í þessum efnum og skerpa á því.“ Helgi segir að fjarvistirnar eigi sér ekki flokkspólitískar skýringar. Þingflokkurinn samanstandi af níu einstaklingum sem séu jafn misjafnir og þeir eru margir. Fjarvistirnar eigi sér eðlilegar skýringar og flestar tengist þær þingmannsstarfinu að einhverju leyti. „Ef við lítum á mig til dæmis þá má væntanlega rekja nokkurn hluta þeirra til framboðs míns til formanns flokksins. Það er hluti sem fylgir starfinu. Síðan má rekja einhverjar til veikinda,“ segir Helgi. Af níu þingmönnum flokksins eru tveir með lægra fjarvistahlutfall en meðalþingmaðurinn. „Það er mikilvægt að við séum alltaf á tánum og við höfum ekki verið það hvað atkvæðagreiðslur varðar. Við mættum vera duglegri að tilkynna fjarvistirnar fyrir fram,“ segir Helgi. Hann bætir því við að þessi tölfræði ein og sér gefi skakka mynd af því hversu duglegir þingmenn séu. „Í því samhengi verður að líta til fjölda fluttra þingmála, ræðutíma, fyrirspurna og nefndarsetu. Sumir þeirra sem oftast eru fjarverandi við atkvæðagreiðslur eru í hópi starfsömustu stjórnmálamanna landsins svo þetta er takmarkaður mælikvarði.“ Það er undir hverjum og einum þingmanni komið hvort hann skráir fjarvist á þingfundi þegar hann er fjarverandi. Í atkvæðaskrá þingmanna kemur fram hve oft þeir hafa sagt já, nei eða setið hjá. Þá má einnig sjá hve oft þeir eru ekki í þingsal þegar atkvæðagreiðsla fer fram.Árétting: Í dálkunum „Oftast fjarverandi“ og „Sjaldnast fjarverandi“ hér að ofan er aðeins litið til óútskýrðrar fjarveru. Í tilkynntu fjarvistunum sýnir talan fjarvistir alls og hve stórt hlutfall þeirra er fyrirfram skráð. Neðar í greininni má sjá töflu sem sýnir fjarvistir alls hjá nokkrum þingmönnum.Helgi Hrafn Gunnarsson.vísir/vilhelmÞað kallast fjarvist þegar þingmaður lætur vita fyrir fram að hann komist ekki á þingfund, til að mynda þegar hann er erlendis, veikur eða af öðrum ástæðum. Þingmaður er hins vegar sagður fjarverandi ef hann greiðir ekki atkvæði þrátt fyrir að vera, samkvæmt skráningu, á fundinum. „Það er ekki raunhæft að mæta á hvern einasta fund. Þingið er of kaótískt til þess,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann er sá stjórnarandstæðingur sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og sá af sitjandi þingmönnum sem situr oftast hjá. Helgi situr hjá í 38 prósent atkvæðagreiðslna. „Með þriggja manna þingflokk er ekki hægt að komast inn í öll mál. Ég er til að mynda aðalmaður í einni nefnd og hún fundar að jafnaði á sama tíma og nefnd þar sem ég er áheyrnarfulltrúi. Hjásetan er eðlilegt einkenni lítilla flokka.“ Willum Þór Þórsson er sá þingmaður sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og með hæst hlutfall tilkynntra fjarvista. „Ég hef gaman af vinnunni minni og þegar það er svo þá kemur þetta sjálfkrafa. Einu skiptin sem ég er með fjarvist þá er ég að sinna starfi mínu í Evrópunefndum,“ segir Willum. Ögmundur Jónasson hefur oftast verið fjarverandi. „Fjarveru mína má að stærstum hluta rekja til funda í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins,“ segir Ögmundur. Hann bætir því við að honum þyki viðvera í þinginu og atkvæðagreiðslum ekki þurfa að endurspegla starf þingmannsins. Oft sé ljóst fyrir fram hvernig atkvæðagreiðslan muni fara. „Hvað mig sjálfan varðar hefur alltaf verið vitað um allar mínar ferðir, innanlands sem utan.“ „Ég hef ekki sinnt neinum þingstörfum á erlendri grund. Ætli það útskýri ekki hið lága hlutfall tilkynntra fjarvista,“ segir Frosti Sigurjónsson. Hann hafi fráboðið sér allar valkvæðar ferðir tengdar nefndastörfum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Create your own infographics Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar eru að meðaltali oftar fjarri þegar atkvæðagreiðslur fara fram í þingsal. Þetta er meðal þess sem lesa má úr úttekt Fréttablaðsins á viðveru þingmanna við atkvæðagreiðslur.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnarvísir/gva„Þessar tölur koma mér á óvart og eru auðvitað alls ekki góðar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þær gefa okkur tilefni til að fara yfir verklagið í þessum efnum og skerpa á því.“ Helgi segir að fjarvistirnar eigi sér ekki flokkspólitískar skýringar. Þingflokkurinn samanstandi af níu einstaklingum sem séu jafn misjafnir og þeir eru margir. Fjarvistirnar eigi sér eðlilegar skýringar og flestar tengist þær þingmannsstarfinu að einhverju leyti. „Ef við lítum á mig til dæmis þá má væntanlega rekja nokkurn hluta þeirra til framboðs míns til formanns flokksins. Það er hluti sem fylgir starfinu. Síðan má rekja einhverjar til veikinda,“ segir Helgi. Af níu þingmönnum flokksins eru tveir með lægra fjarvistahlutfall en meðalþingmaðurinn. „Það er mikilvægt að við séum alltaf á tánum og við höfum ekki verið það hvað atkvæðagreiðslur varðar. Við mættum vera duglegri að tilkynna fjarvistirnar fyrir fram,“ segir Helgi. Hann bætir því við að þessi tölfræði ein og sér gefi skakka mynd af því hversu duglegir þingmenn séu. „Í því samhengi verður að líta til fjölda fluttra þingmála, ræðutíma, fyrirspurna og nefndarsetu. Sumir þeirra sem oftast eru fjarverandi við atkvæðagreiðslur eru í hópi starfsömustu stjórnmálamanna landsins svo þetta er takmarkaður mælikvarði.“ Það er undir hverjum og einum þingmanni komið hvort hann skráir fjarvist á þingfundi þegar hann er fjarverandi. Í atkvæðaskrá þingmanna kemur fram hve oft þeir hafa sagt já, nei eða setið hjá. Þá má einnig sjá hve oft þeir eru ekki í þingsal þegar atkvæðagreiðsla fer fram.Árétting: Í dálkunum „Oftast fjarverandi“ og „Sjaldnast fjarverandi“ hér að ofan er aðeins litið til óútskýrðrar fjarveru. Í tilkynntu fjarvistunum sýnir talan fjarvistir alls og hve stórt hlutfall þeirra er fyrirfram skráð. Neðar í greininni má sjá töflu sem sýnir fjarvistir alls hjá nokkrum þingmönnum.Helgi Hrafn Gunnarsson.vísir/vilhelmÞað kallast fjarvist þegar þingmaður lætur vita fyrir fram að hann komist ekki á þingfund, til að mynda þegar hann er erlendis, veikur eða af öðrum ástæðum. Þingmaður er hins vegar sagður fjarverandi ef hann greiðir ekki atkvæði þrátt fyrir að vera, samkvæmt skráningu, á fundinum. „Það er ekki raunhæft að mæta á hvern einasta fund. Þingið er of kaótískt til þess,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann er sá stjórnarandstæðingur sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og sá af sitjandi þingmönnum sem situr oftast hjá. Helgi situr hjá í 38 prósent atkvæðagreiðslna. „Með þriggja manna þingflokk er ekki hægt að komast inn í öll mál. Ég er til að mynda aðalmaður í einni nefnd og hún fundar að jafnaði á sama tíma og nefnd þar sem ég er áheyrnarfulltrúi. Hjásetan er eðlilegt einkenni lítilla flokka.“ Willum Þór Þórsson er sá þingmaður sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og með hæst hlutfall tilkynntra fjarvista. „Ég hef gaman af vinnunni minni og þegar það er svo þá kemur þetta sjálfkrafa. Einu skiptin sem ég er með fjarvist þá er ég að sinna starfi mínu í Evrópunefndum,“ segir Willum. Ögmundur Jónasson hefur oftast verið fjarverandi. „Fjarveru mína má að stærstum hluta rekja til funda í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins,“ segir Ögmundur. Hann bætir því við að honum þyki viðvera í þinginu og atkvæðagreiðslum ekki þurfa að endurspegla starf þingmannsins. Oft sé ljóst fyrir fram hvernig atkvæðagreiðslan muni fara. „Hvað mig sjálfan varðar hefur alltaf verið vitað um allar mínar ferðir, innanlands sem utan.“ „Ég hef ekki sinnt neinum þingstörfum á erlendri grund. Ætli það útskýri ekki hið lága hlutfall tilkynntra fjarvista,“ segir Frosti Sigurjónsson. Hann hafi fráboðið sér allar valkvæðar ferðir tengdar nefndastörfum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Create your own infographics
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30