Páll segir listann í Suðurkjördæmi vænlegan til árangurs Ásgeir Erlendsson skrifar 18. september 2016 19:15 Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll. X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll.
X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30