Píratar þrefaldir í stjórnarmyndunarviðræðum Ásgeir Erlendsson skrifar 17. september 2016 21:45 Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10
Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent