Hælisumsóknum fjölgar á Íslandi en fækkar í nágrannalöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2016 20:00 vísir/stefán Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi. Flóttamenn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira