Skólamál sett í forgang Skúli Helgason skrifar 17. september 2016 07:00 Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun