Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. september 2016 06:45 Girðingin rammgerða sem reist var á síðasta ári meðfram landamærum Serbíu til að halda flóttafólki úti. vísir/epa Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42