Óheillaþróun sem snúa þarf við Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. september 2016 13:05 Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun