Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 19:05 „Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
„Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31