Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. september 2016 15:03 Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar í dag. vísir Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37