Kvennalið Hauka í körfuknattleik varð fyrir enn einni blóðtökunni í dag er Pálína Gunnlaugsdóttir ákvað að semja við Snæfell.
Haukar verða einnig án Helenu Sverrisdóttur á næstu leiktíð þar sem hún er ólétt. Fleiri leikmenn eru einnig farnir frá liðinu.
Pálína skrifar undir eins árs samning við Íslandsmeistarana í Hólminum. „Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Pálína í samtali við Vísi.
Snæfell lagði Hauka í úrslitarimmunni á síðustu leiktíð og ljóst að stúlkurnar í Hólminum eru aftur líklegar til afreka.
Pálína fer í Hólminn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
