Aldo segist vera hættur í MMA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:00 Aldo í bardaganum við Conor í desember í fyrra. vísir/getty Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum. MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum.
MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti