Hæstvirtur lesandi/hæstvirtir almannahagsmunir Eva Einarsdóttir skrifar 28. september 2016 17:00 Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun