Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 15:47 Frá kynningu nefndarinnar í morgun. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands. MH17 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands.
MH17 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira