Sautjánda og næst síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram síðastliðinn laugardag en umferðin var gerð upp í markaþætti Pepsi-deildar kvenna á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Eins og vanalega voru öll mörkin í þættinum sýnd undir lokin undir dillandi tónum en markasyrpuna má sjá hér að ofan.
Ein umferð er eftir en hún fer fram á föstudaginn en þar verður Stjarnan meistari með sigri í sínum leik.

