Pepsi-mörkin: Verður ekki meira áberandi vítaspyrna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2016 11:45 Fylkismenn eru í afar slæmum málum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla. Árbæingar eru með 19 stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa að vinna KR í lokaumferðinni og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Staða Fylkis var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Þeir hafa unnið þessa leiki sem þeir hafa þurft að vinna í seinni umferðinni. Þeir unnu Eyjamenn og Ólsara og þetta var væntanlega leikur sem þeir horfðu til að vinna,“ sagði Hjörvar Hafliðason og vísaði til 2-2 jafnteflis Fylkis við Þrótt í gær. „Það hefur ýmislegt gerst hjá liðum þarna í kring. KR-ingar byrjuðu illa og skiptu um þjálfara. Það er alltaf umdeild aðgerð en það má segja að hún hafi virkað fyrir KR. Það má líka segja að það hafi fært Eyjamönnum ákveðna orku að skipta um þjálfara.“Sjá einnig: Ragnar Bragi: Ég átti að fá víti Fylkismenn áttu að fá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 í seinni hálfleik þegar Aron Þórður Albertsson togaði í Ragnar Braga Sveinsson þegar sá síðarnefndi var við það að pota boltanum í markið. „Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson] dómari hefur verið frábær að undanförnu og við höfum hrósað honum mikið. En getur aðstoðardómarinn eða einhver ekki hjálpað honum þarna?“ sagði Hjörvar. Logi Ólafsson var sömuleiðis á því að Vilhjálmur hefði átt að dæma víti á Þrótt. „Þetta verður ekki meira áberandi. Það tognar á peysunni og allt hvað eina,“ sagði Logi.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45 Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Fylkismenn eru í afar slæmum málum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla. Árbæingar eru með 19 stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa að vinna KR í lokaumferðinni og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Staða Fylkis var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Þeir hafa unnið þessa leiki sem þeir hafa þurft að vinna í seinni umferðinni. Þeir unnu Eyjamenn og Ólsara og þetta var væntanlega leikur sem þeir horfðu til að vinna,“ sagði Hjörvar Hafliðason og vísaði til 2-2 jafnteflis Fylkis við Þrótt í gær. „Það hefur ýmislegt gerst hjá liðum þarna í kring. KR-ingar byrjuðu illa og skiptu um þjálfara. Það er alltaf umdeild aðgerð en það má segja að hún hafi virkað fyrir KR. Það má líka segja að það hafi fært Eyjamönnum ákveðna orku að skipta um þjálfara.“Sjá einnig: Ragnar Bragi: Ég átti að fá víti Fylkismenn áttu að fá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 í seinni hálfleik þegar Aron Þórður Albertsson togaði í Ragnar Braga Sveinsson þegar sá síðarnefndi var við það að pota boltanum í markið. „Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson] dómari hefur verið frábær að undanförnu og við höfum hrósað honum mikið. En getur aðstoðardómarinn eða einhver ekki hjálpað honum þarna?“ sagði Hjörvar. Logi Ólafsson var sömuleiðis á því að Vilhjálmur hefði átt að dæma víti á Þrótt. „Þetta verður ekki meira áberandi. Það tognar á peysunni og allt hvað eina,“ sagði Logi.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45 Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45
Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45