Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd 26. september 2016 09:45 Ragnar Bragi Sveinsson skoraði gegn Þrótti en það dugði ekki til. Hann vildi einnig fá víti og hafði ýmislegt til síns máls. vísir/eyþór Tuttugustaogfyrsta umferð Pepsi-deildar karla fór fram í heild sinni í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Það dró bæði til tíðinda í Evrópu- og botnbaráttunni. Eyjamenn fóru mjög langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni með frábærum 4-0 sigri á bikarmeisturum Vals. Fylki tókst ekki að komast upp úr fallsæti og Víkingur Ó. bíður enn eftir sínum fyrsta sigri síðan í lok júní. Stjarnan kreisti fram sigur í Grafarvoginum og er í lykilstöðu í baráttunni um Evrópusæti. Blikar töpuðu óvænt upp á Skaga en sjóðheitir KR-ingar unnu sinn fjórða leik í röð. Nýkrýndir Íslandsmeistarar FH töpuðu í Víkinni.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Fjölnir 0-1 StjarnanFylkir 2-2 ÞrótturÍA 1-0 BreiðablikÍBV 4-0 ValurVíkingur Ó. 0-1 KRVíkingur R. 1-0 FHAron Bjarnason skoraði þrennu gegn Valsmönnum.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Aron Bjarnason Það var vel við hæfi að tveir bestu leikmenn ÍBV skildu sjá um að skora mörkin í sigrinum á Val. Hafsteinn Briem braut ísinn á 10. mínútu en þá var komið að Aroni sem fór á kostum og skoraði þrennu, sína fyrstu í efstu deild á ferlinum. Fyrsta mark hans var sérstaklega fallegt, bæði undirbúningurinn og afgreiðsla Arons. Strákurinn er ávallt ógnandi en hefur stundum gerst sekur um að fara illa með færin sín. Því var ekki að skipta í gær.... Stjörnumenn Garðbæingar sóttu þrjú stig í Grafarvoginn í gær. Sigurinn var ekkert rosalega sanngjarn en Stjörnumönnum er eflaust slétt sama enda standa þeir nú best að vígi í baráttunni um Evrópusæti. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Breiðablik og KR og tveggja stiga forskot á Fjölni og á leik gegn ísköldum Ólsurum í lokaumferðinni. Það verður því að öllum líkindum spilaður Evrópufótbolti á Samsung-vellinum næsta sumar.... Willum Þór Þórsson Tölurnar tala sínu máli. Síðan þingmaðurinn tók við KR er liðið búið að vera það besta í Pepsi-deildinni. KR hefur unnið átta af 12 leikjum undir stjórn Willums sem hefur heldur betur barið í brestina í Vesturbænum. Willum er með góða leikmenn og fær þá til að spila saman sem lið. KR er komið upp í 4. sæti deildarinnar og á leik gegn fallkandítötum Fylkis í lokaumferðinni. Draumurinn um Evrópusætið lifir enn góðu lífi.Ólafsvíkingar voru ekki hrifnir af dómgæslu Erlendar Eiríkssonar í leiknum gegn KR.vísir/hannaErfið umferð fyrir ...... Fylki Staða Árbæinga hefur verið svört í allt sumar en er orðin sótsvört eftir jafntefli við botnlið Þróttar í gær. Í lokaumferðinni þarf Fylkir að vinna heitasta lið deildarinnar (KR) og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Fylkismenn hafa daðrað við fallið undanfarin ár og það er spurning hvort röðin sé nú komin að þeim að fara niður eftir 16 ára samfellda dvöl í efstu deild.... Erlend Eiríksson Ólafsvíkingar kunna Erlendi eflaust litlar þakkir fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn KR í gær. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Stefán Logi Magnússon sjálfsmark en Erlendur blés í flautuna og dæmdi aukaspyrnu á Þorstein Má Ragnarsson. Fyrir hvað var erfitt að sjá en eftir leikinn svór Þorsteinn af sér allar sakir. Ólsarar hafa kvartað mikið yfir dómgæslunni í sumar en þarna áttu þeir fullan rétt á því að vera fúlir.... Fjölni Eftir tvö töp í röð eru örlög Fjölnismanna í baráttunni um Evrópusæti ekki lengur í þeirra höndum. Tapið fyrir Stjörnunni í gær hlýtur svíða sárt enda voru Grafarvogspiltar sterkari aðilinn, líkt og í fyrri leiknum gegn Garðbæingum. Fjölnismenn hafa átt flott tímabil en halda samt áfram að falla á stóru prófunum. Liðið missti af nokkrum tækifærum til að komast á toppinn fyrr í sumar og nú er Evrópa farin að fjarlægjast.Stjarnan vann sterkan sigur á Fjölni í baráttunni um Evrópusæti.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Flórídana-vellinum: „Andrés Már Jóhannesson fékk viðurkenningu frá Fylki hér fyrir leik. Hann er orðinn leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild með yfir 150 leiki.“Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum: „Stuðningsmenn ÍA reyna að vekja sína menn til lífs með 15 manna víkingaklappi. Það er allt reynt.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Einungis einn girtur á vellinum, það er fermingardrengurinn Andri Ólafsson sem er þekktur fyrir það að vera mjög prúður, innan sem utan vallar. Hann hefur átt frábæra leiki með ÍBV og þegar hann nær fleiri en 60 mínútum gengur liðinu oft vel.“Fylkismaðurinn Arnar Bragi Bergsson tekur skemmtilegt innkast.vísir/eyþórHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aron Bjarnason, ÍBV - 9 Andri Ólafsson, ÍBV - 8 Hafþór Pétursson, ÍA - 8 Guðmundur Böðvar Guðjónsson, ÍA - 8 Róbert Örn Óskarsson, Víkingur R. - 8 Rasmus Christiansen, Valur - 3 Rolf Toft, Valur - 3 Martin Svensson, Víkingur Ó. - 3 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingur Ó. - 3 Hallur Hallsson, Þróttur - 3 Björgvin Stefánsson, Þróttur - 3Umræðan á #pepsi365Hvort vilja menn fá heiðarlegt svar #realtalk eða sellofan með slaufu? #pepsi365 2 góðir leikir = "hlýtur að fara út"? #mótvægi — OliK (@OKristjans) September 25, 2016Er besti leikmaður Pepsi 2016 á leið í atvinnumennsku? #DÞV Toppeintak að ÖLLU leyti. Bíð spenntur eftir liði ársins #pepsi365 — OliK (@OKristjans) September 25, 2016Er of mikið í húfi til að hafa bikarúrslitaleik um mitt sumar? Evrópusæti og menn hætta #pepsi365 — Kristinn S Trausta (@Kidditr) September 25, 2016Hver segir að pepsi sé leiðinleg í ár, fyrir þremur umferðum var ég ekki að sjá IBV halda sér uppi! #fotboltinet#pepsi365 — Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) September 25, 2016Sagan er alls ekki að vinna með okkur Fylkismönnum. Verð að viðurkenna að ég er pínu smeykur #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/86lElE3BAZ — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) September 25, 2016Úfff Elli Eiríks. Svo bregðast krosstré... Ejub má vera ansi pirraður. #pepsi365#fotboltinet — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) September 25, 2016Gunnari Jarli til varnar þá var Atli Viðar búinn að nöldra endalaust allan leikinn og ekkert sérstaklega kurteisislega #pepsi365 — Einar Gudnason (@EinarGudna) September 25, 2016Ég ætla aðeins að slást við vindmyllur og hrósa öllum þeim sem koma að #Pepsi365. Magnað að nenna þessu þrátt fyrir mótvind. #fotboltinet — Magnús (@muggsson) September 25, 2016Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Tuttugustaogfyrsta umferð Pepsi-deildar karla fór fram í heild sinni í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Það dró bæði til tíðinda í Evrópu- og botnbaráttunni. Eyjamenn fóru mjög langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni með frábærum 4-0 sigri á bikarmeisturum Vals. Fylki tókst ekki að komast upp úr fallsæti og Víkingur Ó. bíður enn eftir sínum fyrsta sigri síðan í lok júní. Stjarnan kreisti fram sigur í Grafarvoginum og er í lykilstöðu í baráttunni um Evrópusæti. Blikar töpuðu óvænt upp á Skaga en sjóðheitir KR-ingar unnu sinn fjórða leik í röð. Nýkrýndir Íslandsmeistarar FH töpuðu í Víkinni.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Fjölnir 0-1 StjarnanFylkir 2-2 ÞrótturÍA 1-0 BreiðablikÍBV 4-0 ValurVíkingur Ó. 0-1 KRVíkingur R. 1-0 FHAron Bjarnason skoraði þrennu gegn Valsmönnum.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Aron Bjarnason Það var vel við hæfi að tveir bestu leikmenn ÍBV skildu sjá um að skora mörkin í sigrinum á Val. Hafsteinn Briem braut ísinn á 10. mínútu en þá var komið að Aroni sem fór á kostum og skoraði þrennu, sína fyrstu í efstu deild á ferlinum. Fyrsta mark hans var sérstaklega fallegt, bæði undirbúningurinn og afgreiðsla Arons. Strákurinn er ávallt ógnandi en hefur stundum gerst sekur um að fara illa með færin sín. Því var ekki að skipta í gær.... Stjörnumenn Garðbæingar sóttu þrjú stig í Grafarvoginn í gær. Sigurinn var ekkert rosalega sanngjarn en Stjörnumönnum er eflaust slétt sama enda standa þeir nú best að vígi í baráttunni um Evrópusæti. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Breiðablik og KR og tveggja stiga forskot á Fjölni og á leik gegn ísköldum Ólsurum í lokaumferðinni. Það verður því að öllum líkindum spilaður Evrópufótbolti á Samsung-vellinum næsta sumar.... Willum Þór Þórsson Tölurnar tala sínu máli. Síðan þingmaðurinn tók við KR er liðið búið að vera það besta í Pepsi-deildinni. KR hefur unnið átta af 12 leikjum undir stjórn Willums sem hefur heldur betur barið í brestina í Vesturbænum. Willum er með góða leikmenn og fær þá til að spila saman sem lið. KR er komið upp í 4. sæti deildarinnar og á leik gegn fallkandítötum Fylkis í lokaumferðinni. Draumurinn um Evrópusætið lifir enn góðu lífi.Ólafsvíkingar voru ekki hrifnir af dómgæslu Erlendar Eiríkssonar í leiknum gegn KR.vísir/hannaErfið umferð fyrir ...... Fylki Staða Árbæinga hefur verið svört í allt sumar en er orðin sótsvört eftir jafntefli við botnlið Þróttar í gær. Í lokaumferðinni þarf Fylkir að vinna heitasta lið deildarinnar (KR) og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Fylkismenn hafa daðrað við fallið undanfarin ár og það er spurning hvort röðin sé nú komin að þeim að fara niður eftir 16 ára samfellda dvöl í efstu deild.... Erlend Eiríksson Ólafsvíkingar kunna Erlendi eflaust litlar þakkir fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn KR í gær. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Stefán Logi Magnússon sjálfsmark en Erlendur blés í flautuna og dæmdi aukaspyrnu á Þorstein Má Ragnarsson. Fyrir hvað var erfitt að sjá en eftir leikinn svór Þorsteinn af sér allar sakir. Ólsarar hafa kvartað mikið yfir dómgæslunni í sumar en þarna áttu þeir fullan rétt á því að vera fúlir.... Fjölni Eftir tvö töp í röð eru örlög Fjölnismanna í baráttunni um Evrópusæti ekki lengur í þeirra höndum. Tapið fyrir Stjörnunni í gær hlýtur svíða sárt enda voru Grafarvogspiltar sterkari aðilinn, líkt og í fyrri leiknum gegn Garðbæingum. Fjölnismenn hafa átt flott tímabil en halda samt áfram að falla á stóru prófunum. Liðið missti af nokkrum tækifærum til að komast á toppinn fyrr í sumar og nú er Evrópa farin að fjarlægjast.Stjarnan vann sterkan sigur á Fjölni í baráttunni um Evrópusæti.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Flórídana-vellinum: „Andrés Már Jóhannesson fékk viðurkenningu frá Fylki hér fyrir leik. Hann er orðinn leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild með yfir 150 leiki.“Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum: „Stuðningsmenn ÍA reyna að vekja sína menn til lífs með 15 manna víkingaklappi. Það er allt reynt.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Einungis einn girtur á vellinum, það er fermingardrengurinn Andri Ólafsson sem er þekktur fyrir það að vera mjög prúður, innan sem utan vallar. Hann hefur átt frábæra leiki með ÍBV og þegar hann nær fleiri en 60 mínútum gengur liðinu oft vel.“Fylkismaðurinn Arnar Bragi Bergsson tekur skemmtilegt innkast.vísir/eyþórHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aron Bjarnason, ÍBV - 9 Andri Ólafsson, ÍBV - 8 Hafþór Pétursson, ÍA - 8 Guðmundur Böðvar Guðjónsson, ÍA - 8 Róbert Örn Óskarsson, Víkingur R. - 8 Rasmus Christiansen, Valur - 3 Rolf Toft, Valur - 3 Martin Svensson, Víkingur Ó. - 3 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingur Ó. - 3 Hallur Hallsson, Þróttur - 3 Björgvin Stefánsson, Þróttur - 3Umræðan á #pepsi365Hvort vilja menn fá heiðarlegt svar #realtalk eða sellofan með slaufu? #pepsi365 2 góðir leikir = "hlýtur að fara út"? #mótvægi — OliK (@OKristjans) September 25, 2016Er besti leikmaður Pepsi 2016 á leið í atvinnumennsku? #DÞV Toppeintak að ÖLLU leyti. Bíð spenntur eftir liði ársins #pepsi365 — OliK (@OKristjans) September 25, 2016Er of mikið í húfi til að hafa bikarúrslitaleik um mitt sumar? Evrópusæti og menn hætta #pepsi365 — Kristinn S Trausta (@Kidditr) September 25, 2016Hver segir að pepsi sé leiðinleg í ár, fyrir þremur umferðum var ég ekki að sjá IBV halda sér uppi! #fotboltinet#pepsi365 — Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) September 25, 2016Sagan er alls ekki að vinna með okkur Fylkismönnum. Verð að viðurkenna að ég er pínu smeykur #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/86lElE3BAZ — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) September 25, 2016Úfff Elli Eiríks. Svo bregðast krosstré... Ejub má vera ansi pirraður. #pepsi365#fotboltinet — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) September 25, 2016Gunnari Jarli til varnar þá var Atli Viðar búinn að nöldra endalaust allan leikinn og ekkert sérstaklega kurteisislega #pepsi365 — Einar Gudnason (@EinarGudna) September 25, 2016Ég ætla aðeins að slást við vindmyllur og hrósa öllum þeim sem koma að #Pepsi365. Magnað að nenna þessu þrátt fyrir mótvind. #fotboltinet — Magnús (@muggsson) September 25, 2016Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira