Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar