Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 1-0 | Guðmundur Böðvar hetja Skagamanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2016 16:30 Úr leik liðanna fyrr í sumar. vísir/anton Guðmundur Böðvar Guðjónsson var hetja Skagamanna í 1-0 sigri á Breiðablik í 21. umferð Pepsi-deildarinnar í dag en mark Guðmunds tryggði Skagamönnum stigin þrjú. Blikar þurftu á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti og voru gestirnir úr Kópavogi líklegri aðilinn framan af. Blikum gekk þó illa að skapa sér færi en næst því að skora komst Oliver Sigurjónsson þegar aukaspyrna hans hafnaði í slánni. Boltinn virtist fara yfir línuna þegar hann skoppaði niður en dómarinn lét leikinn fljóta áfram. Guðmundur Böðvar kom Skagamönnum yfir á 56. mínútu er hann fékk boltann í miðjum vítateig Blika og skoraði með föstu skoti. Blikar héldu áfram að stýra umferðinni en líkt og í fyrri hálfleik gekk illa að skapa færi. Tókst þeim ekki að jafna metin voru það því Skagamenn sem fögnuðu því sigri í síðasta heimaleik tímabilsins.Afhverju vann ÍA? Liðið spilaði vel inn á styrkleika sína, sérstaklega í seinni hálfleik og gáfu Skagamenn fá færi á sér. Nýttu þeir svo færið þegar það kom. Blikar voru mun meira með boltann, fengu aragrúa af hornspyrnum og fyrirgjöfum en áttu eins og oft áður í sumar erfitt með að koma mörkum á töfluna. Það voru því Skagamenn sem fögnuðu sigrinum en með sigrinum náðu Skagamenn að komast upp fyrir stigafjölda síðasta tímabils þegar liðið fékk 29 stig.Hvað gekk vel? Guðmundur Böðvar, markaskorari ÍA í leiknum í dag, átti prýðis dag á miðri miðjunni en hann var duglegur að stöðva sóknir Blika og skoraði síðar markið sem skyldi liðin að. Það var ekki að sjá að Skagamenn söknuðu Ármanns Smára í dag en Hafþór Pétursson, nítján ára miðvörður ÍA, átti prýðis dag í miðri vörninni.Hvað gekk illa? Það blés hressilega á Akranesi í dag og reyndist vindurinn leikmönnum erfiður oft þegar komið var í álitlegar stöður. Fyrir vikið fengu sóknarmenn liðanna, Garðar Gunnlaugsson og Árni Vilhjálmsson, úr litlu að moða og náðu ekki takt í leiknum.Hvaðgerist næst? Skagamenn mæta Valsmönnum í lokaumferðinni þar sem ÍA getur komist upp í sjötta sæti með sigri. Eftir þrjá tapleiki í röð eru Skagamenn komnir aftur á sigurbraut en þeir geta horft sáttir aftur á sumarið sama hver niðurstaðan verður í lokaumferðinni. Blikar eru enn með Evrópusætið í höndum sér á markatölunni fyrir lokaleikinn gegn Fjölni þar sem liðið verður einfaldlega að taka þrjú stig á heimavelli. Allt annað en þrjú stig gefur Stjörnunni og KR möguleika á að stela Evrópusætinu. Gunnlaugur: Alltaf gaman að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið„Það er ánægjulegt að taka stigin þrjú eftir að hafa verið hreint út sagt slakir í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, sáttur að leikslokum. „Þeir fá fjöldan allra færa í fyrri hálfleik til að komast yfir en í seinni hálfleik náðum við að svara því.“ Gunnlaugur sagði leikmennina, rétt eins og þjálfarana, hafa verið ósátta með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við komum út í seinni hálfleikinn staðráðnir í að gera betur og það var gott að ná þessum sigri eftir þrjá tapleiki í röð.“ Hafþór Pétursson átti frábæran leik í miðri vörn Skagamanna en þessi nítján ára miðvörður hefur komið vel inn í liðið í undanförnum tveimur leikjum. „Hann rétt eins og liðsfélagar hans, átti i erfiðleikum fyrsta hálftímann en hann eins og liðsfélagar hans stigu upp í seinni hálfleik,“ sagði Gunnlaugur sem segir það alltaf vera skemmtilegt að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið. „Það er gaman að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið í liðinu, þeir eru orðnir ansi margir og það eru margir aðrir sem bíða eftir tækifærinu.“ Arnar: Sama sagan og í allt sumar„Við ætluðum okkur að koma okkur í góða stöðu með þremur stigum í dag en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðablik, svekktur að leikslokum. Blikar voru mun sterkari aðilinn framan af en náðu ekki að koma inn marki. „Mér fannst við vera með algjöra yfirburði inn á vellinum í fyrri hálfleik. Við fengum aragrúa af færum en náðum ekki að nýta þau í dag eins og oft áður,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Í raun gerði Skaginn ekkert í fyrri hálfleik og ekkert fram að markinu hjá þeim. Eftir markið fannst mér spilamennskan okkar versna, við náðum ekki að skapa okkur almennileg færi,“ sagði Arnar. „Þetta er búið að vera sama sagan í sumar. Við fáum nóg af færum, nýtum þau ekki og fáum ódýr mörk í bakið á okkur. Það er að kosta okkur en við eigum einn leik til að bjarga Evrópusætinu fyrir næsta tímabil.“ Guðmundur: Vorum of langt frá þeim í byrjun„Það er alltaf skemmtilegt að sigra fótboltaleiki og það er frábært að taka stigin þrjú í síðasta heimaleiknum,“ sagði Guðmundur Böðvar Guðjónsson, hetja Skagamanna eftir leikinn í dag. Með sigrinum í dag komust Skagamenn í 31 stig og komust með því yfir stigafjölda síðasta tímabils. „Maður hefur alltaf eitthvað til að keppa fyrir, við erum að keppa fyrir sögufrægt félag og maður þarf að vera tilbúinn að selja sig dýrt sama hvað.“ Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann og fá færri færi tókst Skagamönnum að landa sigrinum. „Það er styrkleiki okkar að liggja til baka, verjast vel og sækja svo hratt. Við vorum svolítið langt frá þeim í fyrri hálfleik en við spiluðum mun betur í seinni,“ sagði Guðmundur sem skoraði fyrsta mark sitt í sumar í dag. „Maður skilar alltaf einhverju,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Guðmundur Böðvar Guðjónsson var hetja Skagamanna í 1-0 sigri á Breiðablik í 21. umferð Pepsi-deildarinnar í dag en mark Guðmunds tryggði Skagamönnum stigin þrjú. Blikar þurftu á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti og voru gestirnir úr Kópavogi líklegri aðilinn framan af. Blikum gekk þó illa að skapa sér færi en næst því að skora komst Oliver Sigurjónsson þegar aukaspyrna hans hafnaði í slánni. Boltinn virtist fara yfir línuna þegar hann skoppaði niður en dómarinn lét leikinn fljóta áfram. Guðmundur Böðvar kom Skagamönnum yfir á 56. mínútu er hann fékk boltann í miðjum vítateig Blika og skoraði með föstu skoti. Blikar héldu áfram að stýra umferðinni en líkt og í fyrri hálfleik gekk illa að skapa færi. Tókst þeim ekki að jafna metin voru það því Skagamenn sem fögnuðu því sigri í síðasta heimaleik tímabilsins.Afhverju vann ÍA? Liðið spilaði vel inn á styrkleika sína, sérstaklega í seinni hálfleik og gáfu Skagamenn fá færi á sér. Nýttu þeir svo færið þegar það kom. Blikar voru mun meira með boltann, fengu aragrúa af hornspyrnum og fyrirgjöfum en áttu eins og oft áður í sumar erfitt með að koma mörkum á töfluna. Það voru því Skagamenn sem fögnuðu sigrinum en með sigrinum náðu Skagamenn að komast upp fyrir stigafjölda síðasta tímabils þegar liðið fékk 29 stig.Hvað gekk vel? Guðmundur Böðvar, markaskorari ÍA í leiknum í dag, átti prýðis dag á miðri miðjunni en hann var duglegur að stöðva sóknir Blika og skoraði síðar markið sem skyldi liðin að. Það var ekki að sjá að Skagamenn söknuðu Ármanns Smára í dag en Hafþór Pétursson, nítján ára miðvörður ÍA, átti prýðis dag í miðri vörninni.Hvað gekk illa? Það blés hressilega á Akranesi í dag og reyndist vindurinn leikmönnum erfiður oft þegar komið var í álitlegar stöður. Fyrir vikið fengu sóknarmenn liðanna, Garðar Gunnlaugsson og Árni Vilhjálmsson, úr litlu að moða og náðu ekki takt í leiknum.Hvaðgerist næst? Skagamenn mæta Valsmönnum í lokaumferðinni þar sem ÍA getur komist upp í sjötta sæti með sigri. Eftir þrjá tapleiki í röð eru Skagamenn komnir aftur á sigurbraut en þeir geta horft sáttir aftur á sumarið sama hver niðurstaðan verður í lokaumferðinni. Blikar eru enn með Evrópusætið í höndum sér á markatölunni fyrir lokaleikinn gegn Fjölni þar sem liðið verður einfaldlega að taka þrjú stig á heimavelli. Allt annað en þrjú stig gefur Stjörnunni og KR möguleika á að stela Evrópusætinu. Gunnlaugur: Alltaf gaman að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið„Það er ánægjulegt að taka stigin þrjú eftir að hafa verið hreint út sagt slakir í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, sáttur að leikslokum. „Þeir fá fjöldan allra færa í fyrri hálfleik til að komast yfir en í seinni hálfleik náðum við að svara því.“ Gunnlaugur sagði leikmennina, rétt eins og þjálfarana, hafa verið ósátta með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við komum út í seinni hálfleikinn staðráðnir í að gera betur og það var gott að ná þessum sigri eftir þrjá tapleiki í röð.“ Hafþór Pétursson átti frábæran leik í miðri vörn Skagamanna en þessi nítján ára miðvörður hefur komið vel inn í liðið í undanförnum tveimur leikjum. „Hann rétt eins og liðsfélagar hans, átti i erfiðleikum fyrsta hálftímann en hann eins og liðsfélagar hans stigu upp í seinni hálfleik,“ sagði Gunnlaugur sem segir það alltaf vera skemmtilegt að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið. „Það er gaman að sjá unga Skagamenn nýta tækifærið í liðinu, þeir eru orðnir ansi margir og það eru margir aðrir sem bíða eftir tækifærinu.“ Arnar: Sama sagan og í allt sumar„Við ætluðum okkur að koma okkur í góða stöðu með þremur stigum í dag en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðablik, svekktur að leikslokum. Blikar voru mun sterkari aðilinn framan af en náðu ekki að koma inn marki. „Mér fannst við vera með algjöra yfirburði inn á vellinum í fyrri hálfleik. Við fengum aragrúa af færum en náðum ekki að nýta þau í dag eins og oft áður,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Í raun gerði Skaginn ekkert í fyrri hálfleik og ekkert fram að markinu hjá þeim. Eftir markið fannst mér spilamennskan okkar versna, við náðum ekki að skapa okkur almennileg færi,“ sagði Arnar. „Þetta er búið að vera sama sagan í sumar. Við fáum nóg af færum, nýtum þau ekki og fáum ódýr mörk í bakið á okkur. Það er að kosta okkur en við eigum einn leik til að bjarga Evrópusætinu fyrir næsta tímabil.“ Guðmundur: Vorum of langt frá þeim í byrjun„Það er alltaf skemmtilegt að sigra fótboltaleiki og það er frábært að taka stigin þrjú í síðasta heimaleiknum,“ sagði Guðmundur Böðvar Guðjónsson, hetja Skagamanna eftir leikinn í dag. Með sigrinum í dag komust Skagamenn í 31 stig og komust með því yfir stigafjölda síðasta tímabils. „Maður hefur alltaf eitthvað til að keppa fyrir, við erum að keppa fyrir sögufrægt félag og maður þarf að vera tilbúinn að selja sig dýrt sama hvað.“ Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann og fá færri færi tókst Skagamönnum að landa sigrinum. „Það er styrkleiki okkar að liggja til baka, verjast vel og sækja svo hratt. Við vorum svolítið langt frá þeim í fyrri hálfleik en við spiluðum mun betur í seinni,“ sagði Guðmundur sem skoraði fyrsta mark sitt í sumar í dag. „Maður skilar alltaf einhverju,“ sagði Guðmundur léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira