Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 25. september 2016 16:45 Fylkismenn svekktir í leikslok. vísir/eyþór Þróttur féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Heimamenn eru sömuleiðis í slæmri stöðu en Árbæingar þurftu sárlega á sigri að halda í dag. Fylkir á leik gegn KR í síðustu umferðinni en KR-ingar eru að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn þurfa að vinna þann leik og treysta á að Víkingur Ólafsvík, sem tapaði fyrir KR í dag, vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Karl Brynjar Björnsson kom Þrótti yfir snemma leiks með góðum skalla en Garðar Jóhannsson og Ragnar Bragi Sveinsson komu Fylki í 2-1 forystu skömmu síðar. Þróttarar náðu svo að jafna leikinn í síðari hálfleik er Guðmundur Friðriksson skoraði. Þróttarar þurftu þó að vinna leikinn til að halda veikum vonum sínum um sæti sitt í Pepsi-deildinni á lífi. Fylkismenn reyndu að sækja sigurinn sem þeir þurftu undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki.Af hverju jafntefli? Fylkir getur nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt yfirburði sína í fyrri hálfleik. Fylkir fékk færi til að vera í betri stöðu en 2-1 yfir í hálfleik þrátt fyrir hetjulega baráttu Þróttar sem hafði í raun að engu að keppa í leiknum. Eins vel og Fylkir lék í fyrri hálfleik var liðið slakt í upphafi þess seinni og nýtti Þróttur sér það til að komast inn í leikinn og jafna metin. Fylkir var mun meira með boltann í seinni hálfleik og sótti af krafti en Þróttur fékk færi til að vinna leikinn. Stærsta augnablik leiksins var þó líklega þegar 20 mínútur rúmar voru til leikslok. Jose Sito átti góða sendingu fyrir á Ragnar Braga Sveinsson sem þurfti ekki að gera annað en að pota boltanum yfir línuna. Það varð ekki því Ragnar Bragi var togaður niður í teignum en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins dæmdi ekkert. Fylkir náði ekki að opna vörn Þróttar eftir þetta þrátt fyrir þunga sókn og getur á sama tíma þakkað fyrir að Þróttur stal ekki sigrinum í einni af skyndisóknum sínum seinni hluta leiksins.Þessir stóðu upp úr Garðar Jóhannsson aðstoðarþjálfari Fylkis hefur engan áhuga á að falla með liðinu niður um deild. Garðar barðist eins og ljón allan leikinn, skoraði mark og gerði varnarmönnum Þróttar lífið leitt í leiknum. Arnar Darri Pétursson varði nokkrum sinnum vel í leiknum en hjá Þrótti stóð Christian Sorensen upp úr. Hann lagði upp bæði mörk Þróttar og skapaði helst usla í vörn Fylkis með góðum sendingum sínum.Hvað gerist næst? Fylkir rær lífróður áfram og þarf nú að vinna KR á útivelli í síðustu umferðinni á laugardaginn kemur. Á sama tíma þarf liðið að treysta á að Víkingur Ólafsvík nái ekki að vinna Stjörnuna. Þróttur féll í kvöld og sækri Víking Reykjavík heim í lokaumferðinni í viðureign tveggja liða sem hafa að engu að keppa. Ragnar Bragi: Ég átti að fá vítiRagnar Bragi Sveinsson átti að fá vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru til leiksloka í dag í stöðunni 2-2. „Jú, ég átti að fá víti,“ sagði Ragnar Bragi um atvikið. „Boltinn kemur þverrt fyrir markið. Ég er að fara að pota honum inn og þá er rifið aftan í treyjuna á mér, þá missi ég af þessum sentímetrum sem mig mig vantaði til að ná til boltans.“ Með sigri hefði Fylkir komist úr fallsæti og því má segja mistök Vilhjálms Alvars Þórarinssonar dómara leiksins dýrkeypt. „Þetta var mjög dýrt en við eigum að skora fleiri mörk, það er ekki bara þetta atriði.“ Fylkir sótti mikið í fyrri hálfleik og fékk fjölda færa til að nánast gera út um leikinn. „Við skjótum í slána og klúðrum tveimur dauðafærum. Svo er það sama gamla tuggan, léleg vörn og þeir labba í gegnum okkur í öðru markinu hjá þeim. „Ég get ekki lýst því hve svekkjandi þetta er,“ sagði Ragnar Bragi. Þrátt fyrir alla yfirburðina í fyrri hálfleik virtust Fylkismenn mæta værukærir til leiks í seinni hálfleik og nýtti Þróttur sér það. „Ætli við höfum ekki bara verið orðnir of góðir með okkur og slakað of mikið á. Þetta hefur einkennt okkur. Þegar við komumst yfir þá slökum við allt of mikið á.“ Til að Fylkir haldi sæti sínu í deildinni þarf liðið að vinna KR í lokaumferðinni á laugardaginn og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna. „Það gerðust ótrúlegir hlutir í gær í Inkasso-deildinni. Við verðum að trúa að eitthvað svona ótrúlegt geti gerst fyrir okkur, annars getum við sleppt því að fara á þennan völl,“ sagði Ragnar Bragi. Vilhjálmur: Hefðum átt að stela þessu„Maður fann að það var mikið undir þó við værum ekki að spila upp á svo mikið,“ sagði Vilhjálmur Pálmason leikmaður Þróttar. Þróttur vissi að liðið ætti nær enga möguleika á að vinna upp 22 marka markatölu gagnvart ÍBV fyrir leik en þó Þróttur hefði unnið í dag hefði liðið samt fallið því ÍBV skelli Val á sama tíma. „Þetta var skemmtilegur og opinn leikur. Þetta var mikið fram og til baka og mér fannst að við hefðum átt að taka þetta. „Þeir pressuðu mikið á okkur en ég man ekki eftir opnu færi hjá þeim, þannig séð,“ sagði Vilhjálmur. Þróttur kom nánast pressulaus inn í leikinn og oft þegar það gerist ná lið að sýna sínar bestu hliðar. „Undirbúningurinn var hefðbundinn. Við viljum klára þetta mót með sæmd og njóta þess að spila fótbolta í þessari deild. Út á það gengur þetta. Það er engin uppgjöf í okkur. „Þeir teygðu sig ansi langt og við hefðum átt að nýta það betur og hefðum átt að stela þessu,“ sagði Vilhjálmur um fjölmennar sóknir Fylkis undir lok leiksins. Hermann: Áttum að ganga frá þessu í fyrri hálfleik„Eftir fyrri hálfleikinn er grautfúlt að taka ekki öll stigin,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis. „Það var flott tempó á leiknum okkur og mikil læti í okkur. Þeir fá eitt horn og það er hund glatað að fá á sig mark úr föstu leikatriði. „Við fengum fullt af færum og áttum að ganga frá þessu í fyrri hálfleik.“ Eftir flottan fyrri hálfleik var allt annað Fylkislið mætt til leiks í seinni hálfleik. Baráttan og ákefðin horfin úr leik liðsins og lítið að frétta. Því lá beinast við að spyrja hvort liðið hafi ætlað að verja stigin í seinni hálfleik? „Við vorum ekki alveg mættir fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við ætluðum að halda sama dampi. Eins marks forysta er ekki rassgat. Við ætluðum að keyra á þriðja markið, það er engin spurning. Fylkir sækir KR heim í síðustu umferðinni og verður að vinna og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna á laugardaginn. „Við eigum erfiðan útivöll og getum bara reynt að vinna þann leik, þetta er ekki flóknara en það.vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þróttur féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Heimamenn eru sömuleiðis í slæmri stöðu en Árbæingar þurftu sárlega á sigri að halda í dag. Fylkir á leik gegn KR í síðustu umferðinni en KR-ingar eru að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn þurfa að vinna þann leik og treysta á að Víkingur Ólafsvík, sem tapaði fyrir KR í dag, vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Karl Brynjar Björnsson kom Þrótti yfir snemma leiks með góðum skalla en Garðar Jóhannsson og Ragnar Bragi Sveinsson komu Fylki í 2-1 forystu skömmu síðar. Þróttarar náðu svo að jafna leikinn í síðari hálfleik er Guðmundur Friðriksson skoraði. Þróttarar þurftu þó að vinna leikinn til að halda veikum vonum sínum um sæti sitt í Pepsi-deildinni á lífi. Fylkismenn reyndu að sækja sigurinn sem þeir þurftu undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki.Af hverju jafntefli? Fylkir getur nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt yfirburði sína í fyrri hálfleik. Fylkir fékk færi til að vera í betri stöðu en 2-1 yfir í hálfleik þrátt fyrir hetjulega baráttu Þróttar sem hafði í raun að engu að keppa í leiknum. Eins vel og Fylkir lék í fyrri hálfleik var liðið slakt í upphafi þess seinni og nýtti Þróttur sér það til að komast inn í leikinn og jafna metin. Fylkir var mun meira með boltann í seinni hálfleik og sótti af krafti en Þróttur fékk færi til að vinna leikinn. Stærsta augnablik leiksins var þó líklega þegar 20 mínútur rúmar voru til leikslok. Jose Sito átti góða sendingu fyrir á Ragnar Braga Sveinsson sem þurfti ekki að gera annað en að pota boltanum yfir línuna. Það varð ekki því Ragnar Bragi var togaður niður í teignum en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins dæmdi ekkert. Fylkir náði ekki að opna vörn Þróttar eftir þetta þrátt fyrir þunga sókn og getur á sama tíma þakkað fyrir að Þróttur stal ekki sigrinum í einni af skyndisóknum sínum seinni hluta leiksins.Þessir stóðu upp úr Garðar Jóhannsson aðstoðarþjálfari Fylkis hefur engan áhuga á að falla með liðinu niður um deild. Garðar barðist eins og ljón allan leikinn, skoraði mark og gerði varnarmönnum Þróttar lífið leitt í leiknum. Arnar Darri Pétursson varði nokkrum sinnum vel í leiknum en hjá Þrótti stóð Christian Sorensen upp úr. Hann lagði upp bæði mörk Þróttar og skapaði helst usla í vörn Fylkis með góðum sendingum sínum.Hvað gerist næst? Fylkir rær lífróður áfram og þarf nú að vinna KR á útivelli í síðustu umferðinni á laugardaginn kemur. Á sama tíma þarf liðið að treysta á að Víkingur Ólafsvík nái ekki að vinna Stjörnuna. Þróttur féll í kvöld og sækri Víking Reykjavík heim í lokaumferðinni í viðureign tveggja liða sem hafa að engu að keppa. Ragnar Bragi: Ég átti að fá vítiRagnar Bragi Sveinsson átti að fá vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru til leiksloka í dag í stöðunni 2-2. „Jú, ég átti að fá víti,“ sagði Ragnar Bragi um atvikið. „Boltinn kemur þverrt fyrir markið. Ég er að fara að pota honum inn og þá er rifið aftan í treyjuna á mér, þá missi ég af þessum sentímetrum sem mig mig vantaði til að ná til boltans.“ Með sigri hefði Fylkir komist úr fallsæti og því má segja mistök Vilhjálms Alvars Þórarinssonar dómara leiksins dýrkeypt. „Þetta var mjög dýrt en við eigum að skora fleiri mörk, það er ekki bara þetta atriði.“ Fylkir sótti mikið í fyrri hálfleik og fékk fjölda færa til að nánast gera út um leikinn. „Við skjótum í slána og klúðrum tveimur dauðafærum. Svo er það sama gamla tuggan, léleg vörn og þeir labba í gegnum okkur í öðru markinu hjá þeim. „Ég get ekki lýst því hve svekkjandi þetta er,“ sagði Ragnar Bragi. Þrátt fyrir alla yfirburðina í fyrri hálfleik virtust Fylkismenn mæta værukærir til leiks í seinni hálfleik og nýtti Þróttur sér það. „Ætli við höfum ekki bara verið orðnir of góðir með okkur og slakað of mikið á. Þetta hefur einkennt okkur. Þegar við komumst yfir þá slökum við allt of mikið á.“ Til að Fylkir haldi sæti sínu í deildinni þarf liðið að vinna KR í lokaumferðinni á laugardaginn og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna. „Það gerðust ótrúlegir hlutir í gær í Inkasso-deildinni. Við verðum að trúa að eitthvað svona ótrúlegt geti gerst fyrir okkur, annars getum við sleppt því að fara á þennan völl,“ sagði Ragnar Bragi. Vilhjálmur: Hefðum átt að stela þessu„Maður fann að það var mikið undir þó við værum ekki að spila upp á svo mikið,“ sagði Vilhjálmur Pálmason leikmaður Þróttar. Þróttur vissi að liðið ætti nær enga möguleika á að vinna upp 22 marka markatölu gagnvart ÍBV fyrir leik en þó Þróttur hefði unnið í dag hefði liðið samt fallið því ÍBV skelli Val á sama tíma. „Þetta var skemmtilegur og opinn leikur. Þetta var mikið fram og til baka og mér fannst að við hefðum átt að taka þetta. „Þeir pressuðu mikið á okkur en ég man ekki eftir opnu færi hjá þeim, þannig séð,“ sagði Vilhjálmur. Þróttur kom nánast pressulaus inn í leikinn og oft þegar það gerist ná lið að sýna sínar bestu hliðar. „Undirbúningurinn var hefðbundinn. Við viljum klára þetta mót með sæmd og njóta þess að spila fótbolta í þessari deild. Út á það gengur þetta. Það er engin uppgjöf í okkur. „Þeir teygðu sig ansi langt og við hefðum átt að nýta það betur og hefðum átt að stela þessu,“ sagði Vilhjálmur um fjölmennar sóknir Fylkis undir lok leiksins. Hermann: Áttum að ganga frá þessu í fyrri hálfleik„Eftir fyrri hálfleikinn er grautfúlt að taka ekki öll stigin,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis. „Það var flott tempó á leiknum okkur og mikil læti í okkur. Þeir fá eitt horn og það er hund glatað að fá á sig mark úr föstu leikatriði. „Við fengum fullt af færum og áttum að ganga frá þessu í fyrri hálfleik.“ Eftir flottan fyrri hálfleik var allt annað Fylkislið mætt til leiks í seinni hálfleik. Baráttan og ákefðin horfin úr leik liðsins og lítið að frétta. Því lá beinast við að spyrja hvort liðið hafi ætlað að verja stigin í seinni hálfleik? „Við vorum ekki alveg mættir fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við ætluðum að halda sama dampi. Eins marks forysta er ekki rassgat. Við ætluðum að keyra á þriðja markið, það er engin spurning. Fylkir sækir KR heim í síðustu umferðinni og verður að vinna og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna á laugardaginn. „Við eigum erfiðan útivöll og getum bara reynt að vinna þann leik, þetta er ekki flóknara en það.vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira